Leita í fréttum mbl.is

Hann brotnaði í tvennt eins og spýtukall

kolb19_1274081.jpgSvo bregðast krosstré sem aðrir raftar, en þessi málsháttur sannaðist nú síðast á raunarlegan hátt um hádegisbil í dag þegar vonarpéníngurinn Nonnýboy brotnaði í tvennt eins og spýtukall þegar hann brást væntingum sinna manna við atkvæðagreiðslu um vantraust á matvæluráðherra VG. Þó höfðu velunnarar Nonnýboy trúað því um skeið að hann væri gerður úr marghertu járngrýti, sem ekkert gæti unnið á.

En nú er sem sé komið í ljós, að garpurinn Nonnýboy er búin til úr einhverju bölvuðu frauðkexi, sem molnar í klessu við það eitt að heldur lítilfjörlegt Jólatré úr svikamyllu Stenngrims Johoðs blæs dulítið á hann. Það hefði verið meiri reisn yfir Nonnýboy hefði hann setið á einhverjum barnum í grennd við Alþingishúsið meðan á atkvæðagreiðslunni stóð í stað þess að bera vafasaman manndóm sinn í þingsal með hjásetu. Aumingja karlinn.

Sennilega fara nú að renna tvær grímur á saklausa Sjálfstæðisflokksmenn úti í bæ þegar þeir sjá hverskonar liðleskjur þeir hafa stutt til þingmennsku á hinu háa Alþingi. Ég veit um góða og gegna Sjálfstæðismenn sem er orðin fullkomin raun af því að horfa upp á kosna ríkisstarfsmenn sína eins og fyrr margnefndan Nonnýboy, Óla Björn, Vilhjálm úr Grindavík, Diljá, Áslaugu, Reykfjörð og Gölle a. Auðvitað skilur maður líðan þessara Sjálfstæðismanna og kvöl þeirra við að hafa þessa einstaklinga sínkt og heilagt galandi og gortandi fyrir augunum í fjölmiðlum og inni á þingi.   


mbl.is Vantraust fellt: Jón sat hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband