Leita í fréttum mbl.is

Brjáluð graðkérlíng gengur laus

ing26Nú rétt fyrir klukkan átta, gaf frú Ingveldur út eftirfarandi tilkynningu: Kæru landsmenn, hér með er vakin athygli yðar á að brjáluð graðkérlíng gengur laus á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er bráðhættulegt kvendi og til alls vís. Ef þér verðið vör við áberandi dónalega konu með dýrslegan lostaglampa í augum þá skuluð þér og tilkynna lögreglunni um hana tafarlaust. Einnig: Ef þér verðið vör við skotbardaga í grenndinni skuluð þér fela yður innandyra, því skothríðin mun þá vera millum Víkingasveitarinnar og brjáluðu graðkérlíngarinnar. P.s. Brjálaða graðkérlíngin heitir Máría Borgargagn.

Já, nú ríður á að borgararnir, ekki síst sjálf borgarastéttin, séu vel á verði og láti hina eftirlýstu kvensnipt ekki fífla sig með innfjálgum fagurgala og svikabrosum. Fyrr í dag braust fyrrnefnd Máría Borgargagn inn hjá fjármagnseiganda í Hlíðahverfinu í Reykjavík og gekk að honum nálega dauðum með ofboðslegum erótískum tiltektum. Eftir innrás Borgargagnsins þáði fjármagnseigandinn flutning með sjúkrabifreið á Landspítalann, miðfótsbrotinn og illa afsveinaður í bak og fyrir.

Af þessu má sjá, að mikil hætta er yfirvofandi og óhæfusyndin liggur í loftinu. Í því ljósi hugsar Hálfdán Varðstjóri sér gott til glóðarinnar leggur hann nú höfuðáherslu á að handtaka Máríu Borgargagn og hafa hana með sér á stöðina og í fangaklefann. Sumarið hefir löngum verið versti athafnatími Máríu Borgargagns og líka frú Ingveldar, svo ekki sé minnst á sóðasveinana Kolbein, Vondulyktina og Indriða Handreð. Fyrr í sumar unnu þessar manneskjur fordæmalaus spjöll í þeirri dásamlegu ferðimannaparadís, Landmannalaugum. Það sem gjörðist það verður ekki tíundað hér að sinni, en ljótt var það, klúrt og germengað af guðlasti og djöfulskap. Það hefði aunginn trúað að svona skaðræðisfólk væri til í röðum fullorðinna manna.


mbl.is Aðgerðum sérsveitar lokið: Tveir handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband