Leita í fréttum mbl.is

Bídur, Trumpið og íslenskir nýsosialistar

x biden1Það er heldur lakara, ef rétt reynist, að spilaborg Bídirs bandaríkjaforseta sé að hrynja ofan í hausinn á honum svona rétt fyrir kosningar. Bídur forseti er sem kunnugt kaldur karl, sem hrasar í tíma, en einkum þó ótíma, niður tröppur húsa og landganga flugvéla eins og trúðfífl eða ofurölvi drykkjurútur sem fengið hefir sér of mikið neðan í því. En Bídur á sér, þrátt fyrir allt, sína eindregnu aðdáendur, sem elska hann og dá sem einn dáindisgóðan vinstrimann og sosialist.

Til dæmis eru nýsosialistar á Íslandi ákaflega hrifnir af Bídi, telja hann mankynsfrelsara og Demókrataflokkinn hans aldeilis vel heppnaðan sosialkratískann framsóknarflokk, gott ef ekki kommúnískan. Svona eru nýsosialistar dagsins í dag vel að sér stéttabaráttufræðunum og sosialiskri díalekt. Allir sem einn. En svona okkar á milli sagt, þá hafa fémínístar og útvatnaðir nýsosialistar gengið af sósíalísku hreyfingunni á Íslands dauðri, en það er eitthvað sem Mogga, Sjálfstæðisflokknum og krötum tókst aldrei þrátt fyrir endalausar tilraunir til þess, þökk sé Silju Boru, Höllu Gunnars og Gunnarismára.

asiÁ meðan höfuðhetjan Bídur veltist um tröppur og troðninga og Trumpur andskoti hans liggur skelfingu lostinn og eyrnaskotinn undir rúmi, ráfa aðdáendur þeirra á Íslandi um með spekingssvip á trýnunum og ræða nýjustu vendingar og horfur í bandarísku forsetakosningunum á spámannslegan hátt, eins og þeir séu einhverjir andskotans jesæjar eða habakúkar úr Gamla testamentinu. Sennilega er Bídur forseti á leiðinni í ruslatunnuna, það þarf enga spámannshæfileika til að sjá það og eyrnaskotni sperribelgurinn Trumpur, með þúsund kærur á hælunum, verður aftur forseti Bandaríkjanna. Svo verðum við bara að sjá til hvernig nýsosialistunum á Íslandi gengur að samsama sig Trumpinu, en eflaust mun það ganga eins og í sögu ef ég þekki þá rétt.


mbl.is „Biden á eftir að sjá alla spilaborgina hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Það er synd að sjá að fjölskylda, stjórnmálamenn og vinir skulu ekki hafa gripið inn í atburðarrásina fyrir löngu. Maðurinn er augljóslega með elliglöp og á því ekkert erindi í embættið eða aðra vinnu. Hann sér það ekki sjálfur og því nauðsynlegt fyrir aðra að grípa inn í. Synd að hann endi stjórnmálaferil sinn á þennan hátt. Hver er sinn gæfusmiður segir máltækið!

Helga Dögg Sverrisdóttir, 19.7.2024 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband