Leita í fréttum mbl.is

Algerð bylting í menntamálum í sjómáli, þar sem enginn fær að skorast undan skildum sínum

kenn1.jpgNú er einsýnt, að ,,skólastarf" í þeirri mynd sem ráðið hefir ríkjum hér á landi um skeið, muni brátt heyra sögunni til. Í stað fémínískrar uppdráttarsýki og skaðmenntunar í skólum landsins verði tekið upp glænýtt menntakerfi, mun ódýra, skilvirkara og umfram allt árangursríkara en það farlama skrímsli sem núverandi kerfi svo sannarlega er.

Fyrir það fyrsta verður samtökum atvinnurekenda, viðskiptaráði og völdum, vönduðum hagfræðingum falið að framkvæma allt skólahald á Íslandi. Öll skólahús landsins verði seld undir aðra starfsem eða rifin. Í stað grunnskóla verði teknir upp farskólar, þar sem börn á aldrinum tíu til tólf ára fái tvisvar til þrisvar sinnum mánaðar kennslu. Kennurum verði tryggður óskoraður réttur til að halda uppi aga við kennslu og að beita þeim refsingum er þurfa þykir á hverjum tíma. Framhaldsnám standi aðeins útvöldum afburðaunglingum af góðum ættum til boða. Í háskólum verði aðeins stundað nám í hagfræði, viðskiptafæði, guðfræði og lögfræði, auk þess sem Náttúrleysingjahælinu í Hveragerði verði leyft að starfrækja lækningaskóla og útskrifa efnilega nemendur með prófgráðu.

ing20Það sér hver maður að með hinni fyrirhuguðu aðferð í menntamálum þjóðarinnar verður þungu oki létt af ríkissjóði og því góða fólki sem hefir umsjón með honum. Samhliða þessum lífsnauðsynlegu breytingum á skólahaldi og skaðmenntun, muni lögð áhersla á atvinnutækifæri fyrir börn og unglinga, og reglur um þegnskylduvinnu barna í einkafyrirtækjum, samdar af atvinnurekendum, viðskiptaráði og hagfræðingum, leidd í landslög og sett í stjórnarskrá. Auðvitað munu breytingar af þessu tagi leiða tímabundna ógæfu yfir þá sem óhjákvæmilega missa spón úr aski sínum, - en því líði verður auðvitað skipað að leita sér að heiðarlegri vinnu eins og annað fólk. 


mbl.is Einsdæmi að ekki séu samræmd próf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband