Leita í fréttum mbl.is

Nú á Mángi allt sitt undir spilltum dómsmálaráðherra. Þriflegur andskoti það.

fífl2Fyrst karlskepnan hefir ekki bætt ráð sitt ætti öllum að vera ljóst að hann er ekki í húsum hæfur, í það minnsta ekki í húsum ríkissaksóknara þar sem menn verða að vera háttvísir og hlutlausir í orði og verki. Í gamla daga heyrði maður stundum timbraða og illa sofna groddakarla hafa svona orðbragð, eins og ríkissaksóknari er frægur fyrir, um hönd þegar verið var að draga þorskanet í vonskuveðri útí Kolluálskanti. En þegar komið var í land báðu þessir karlar ævinlega forláts á talsmátanum með þeirri skýringu að þeir hefðu verið illa fyrirkallaðir þegar þeir létu orðin falla, og lofuðu bót og betrun.

 En bót og betrun virðist ekki til í sálarhirslum vararíkissaksóknara. Þar örlar ekki á minnstu iðrun, ekki fremur en á Snæfellsnesi í tíð séra Árna prófasts Þórarinssonar. Það getur hver maður séð, að maður sem ekki gætir orða sinna og veður um með hlutdrægan stólpakjaft um vissa menn og viss málefni getur ekki vararíkissaksóknað eitt eða neitt. Því dæmist rétt vera að herra Mángi Helgi, sem undanfarið hefir haft ríkissaksóknun að atvinnu, sé brottrækur gjör úr augsýn yfirríkissaksóknara og helst annarra landsmanna, og hann hafi skammarlegan óbótamunnsöfnuð framvegis einkabrúks inni á salerni heima hjá sér.

fleng2_1048187.jpgÁ þessari stundu ættu allir landsmenn að rifja það upp að vararíkissaksóknari vandaði um við Mánga Helga fyrir tveimur árum og fylgdi þeirri umvöndun úr hlaði með annarrar gráðu rassskellingu, samkvæmt 4. gr. laga, 1. málsgrein, um refsingar brotlegra embættismanna frá 1997. Nú má ljóst vera að Mángi Helgi hefir ekki látið skipast við alvarlegt tiltal og hýðingu og hefir haldi uppi þeim sið að skensa lítilmagna og reita þá til reiði í sinn garð og ennfremur að beita sömu aðferð á hjálparsamtök sem leggja sig fram um að bjarga lítilmögnum frá herfilegum aðstæðum og bráðum bana. En nú hefir sem sé ríkissaksóknari talað og úr þessu getur enginn maður bjargað Mánga Helga úr snörunni nema spilltur dómsmálaráðherra.    


mbl.is Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband