Leita í fréttum mbl.is

Hann Mángi sem mixaði fix og trix

Æ, hann Mángi iðkar ömurðartrix,
sem enginn honum kenndi.
En karlgreyið er bara núll og nix
frá náttúrunnar hendi.

kol33Hvað ætli þurfi til svo að garmurinn sjái að sér? Það er ekki gott a vita. En það verður að koma honum í betrun, það er ljóst. Nú eru Brimarhólmur , Bláturn og Breiðivík illa aflögð og enga hjálp fyrir villuráfandi sauði þar að fá. Í eins tíð voru afvegaleidd stálp send í sveit eða hreinlega til fjalla og komu til baka eins og nýfægðar spesíur úr gulli og silfri. En í dag, þegar hvurt tækniundrið hefir rekið annað og mannúðarfrelsisheimspekin ná sögulegum hæðum, er alls enga hjálp að fá fyrir varamenni sem hrokkið hefir út af sporinu. Eitt sinn var Gottfreð læknir fenginn til að sprauta svona varamennis vara eitthvað með þeim eina árangri að varamaðurinn versnaði um allan helming.

Frú Ingveldur hefir nú boðað vararíxsaksóknara til sín í næsta helgarsamkvæmi, sjálft verslunarmannahelgarsamkvæmið 2024, og mun ætla að freista þess að veita Mánga okkar þann styrk og straum sem hann þarfnast í viðureign sinni við ríkissaksóknarafantinn, nóborders og múslímana. Ekki veitir af. Við það borð munu og sitja Brynjar Vondalykt ráðunautur í vestrænu eðli, Kolbeinn Kolbeinsson framsóknarmaður, Indriði Handreður erindreki Hörmangarafélagsins og síðust en ekki síst Máría Borgargagn sérfræðingur í uppyngingarfræðum og blautlegum kviksögum. Er næsta víst að þetta valinkunna sæmdarfólk á eftir að efla Mánga Helga Helga Mánga vararíxsaksóknara til dáða gegn andskotum þeim er hann á við að stríða. Og sennilega á ríkissaksóknarinn eftir að kynnast því hvar Davíð (það er að segja Sigmundur Davíð en ekki Davíð Oddsson) keypti ölið. 

En eftir situr, því miður:

Að Mángi sem mixaði fix og trix,
og mæddist í lífsins glensi,
hann er víst bara núll og nix 
frá náttúrunnar hendi.


mbl.is Helgi: Áminningin „núll og nix“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband