Leita í fréttum mbl.is

Svar til Indriða á Skjaldfönn varðandi Sósíalistaflokk Íslands og Gunnarsmára

x-sós bleiki1Það má slá því föstu að stjórnarfarið og flokkarnir hafa ekki batnað á síðustu þremur árum.

Varðandi Sósíalistaflokkinn, þá veit ég ekki hvað úr honum verður. Fyrir það fyrsta þarf að ljúka við að stofna þann flokk og skipuleggja á svipaðan hátt og aðra flokka. Það er réttlætanlegt að hefja stofnun flokks með því að skipa framkvæmdastjórn, eins og gert var hjá Sósíalistaflokknum, en þegar flokkurinn hefur ekki komist lengra en að stofna framkvæmdastjórn eftir 6 eða 7 ára starf, þá líst mér ekki á blikuna. Reyndar hefur Gunnarsmári stofnað eitthvað af hliðarfélögum við flokkinn, svo sem eins og þessa ,,Vorstjörnu", sem tekur við ríkispeningum frá Sósíalistaflokknum. Síðan lætur ,,Vorstjarnan" téða aura frá ríkinu renna til annars félags, ,,Alþýðufélagsins", sem Gunnarsmári stofnaði líka og er alls ótengt Sósíalistaflokknum, en það sérkennilega félag á og rekur, að sögn, Samstöðina. 

Ég er á því, að meðan Gunnarsmári fær að valsa þarna innan dyra í hlutverki ,,bleika fílsins", aðallega til að hafa atvinnu af fyrir sjálfan sig, og sérkennilegur hópur af konum, sem eru fyrst og fremst í að praktíséra fémínisma, auk nokkurra búrtíka, sem rjúka upp þegar húsbóndinn sigar þeim, þá geti þessi Sósíalistaflokkur aldrei orðið sósíalistaflokkur, eða annað gagnlegt í þá átt. Að þessu sögðu, þá er eðlilega að álykta sem svo, að ég sé heldur svartsýnn á framtíð íslensku sósíalistahreyfingarinnar. En það má vera að hægt verði að gera eitthvað úr Sósíalistaflokknum að undagenginni hreingerningu þar. En VG, sem átti víst að vera merkisberi sósíalismans á Íslandi, er algjörlega búið að vera og á sér ekki viðreisnar von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband