Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarmaðurinn Dagur B. er skemmtileg útgáfa af nútíma Pétri Þríhrossi

x-rvkÞað er gersamlega afleitt að jafn frábær jafnaðarmaður og sosialist að hætti Péturs Þríhross, hann DAgur B. Eggertsson skuli láta snasa sig á eins auvirðilegan hátt og hér um ræðir. Fyrir það fyrsta viðist Dagurinn ekki gera sér grein fyrir því að það eru einungis stórmenni og höfðingjar úr Sjálfstæðisflokknum, auk vel spilltra og vitgrannra aftaníossa Framsóknarmaddömunnar sem mega gera svona hluti og Dagurinn virðist hafa orðið ber af. Þess ber þó að geta að jafnaðarmannaflokkurinn Samfylking, sem Dagur kvað heyra til, er sem kunnugt er á nákvæmlega sama menningarstigi og forvígismenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar síðustu áratuga, allt frá Þorsteini Pálssyni til Bjarnaben og Sigurðar Inga.

Þetta fáránlega axarskaft Dags með orlofið sitt, sem er greinilega kóngaorlof, gefur þeirri vitrænu Kolbrúnu Baldursdóttur, sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá né heyra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar árum saman í að reyna að komast að kjötkötlum betra fólks í Valhöllu við Bolholt, tilefni til að slá sér upp á kostnað orlofsmála Dags. En Kolbrún þessi starfar í borgarstjórn Reykjavíkur undir undir merkjum Fokks Fólsins og frú Ingu Sæland, sem er jafnvel enn vitrænni en Kolbrún kerlingin. Vér getum spurt oss að hvað hefði Kolbrún Baldursdóttir gert í sporum Dags? Hefði hún hrifsað til sín loðin og óljósan orlofstilbúning upp á tíu miljonir? 

xd1_1243790.jpgHið einkennilega orlofsmál Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra, sem ekki lítur beinlínis vel út, leiðir hugann ósjálfrátt flokki Dags, sjálfri Samfylkingunni, sem segist vera, að minnsta kosti á góðum degi, jafnaðarmannaflokkur, ógn góður og skilningsríkur flokkur góðs fólks, einkum þegar kemur að undirlægjuhætti við stórstofnanir vestræns auðvalds á borð við ESB, NATO og USA. Það væri auðvitað fjarska gott fyrir fróðleiksfúsar sálir að fá í hendurnar trausta úttekt á því hvað hlutir eins og jafnaðarmennska, jafnaðarmaður og jafnaðarmannaflokkur merkja í raun og veru í höfðum áhangenda Samfylkingarinnar og þar áður hjá vanmetapaurum Alþýðuflokksins. Þetta lið hefur löngum verið grunað um að vera öfundsjúkir auðvaldssinnar sem langtímum saman hafa reynt að telja kjósendum trú um að þeir séu betur færir um að framkvæma kapítalismann en kapítalistarnir sjálfir. Þetta er álíka gáfulegt og sérkennileg viðleitni nokkurra kengruglaðra einstaklinga sem hafa verið í því að telja fólki trú um að Gunnarsmári sé sósíalisti! Sjálfur hefir Dagur B. aldrei sýnt að hann væri í nokkru frábrugðinn verstu tilfellunum í fylkingarbrjósti auðvaldsins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  


mbl.is „Alvarlegt ef þetta er eigin ákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband