Leita í fréttum mbl.is

Nú skal hann skrifaður úr sögunni í eitt skipti fyrir öll.

kol36Þá hafa þeir reist undirskriftalista til höfuðs Helga Magnúsi Magnúsi Helga vararíxsaksónara og ætla sér að skrifa karlugluna endanlega úr sögunni. Það væri svo sem enginn héraðstbrestur þókt kippt verði niðrum annan eins misheppnung í saksóknarahistoríunni og þetta vandræðaskáld, sem hefir ekki stjórn á tungu sinni þegar útlendinga og hinsegin fólk ber á góma. Og ekki hefir virkað að hans vinkona, ríkissaksóknarinn sjálfur, hafi margsinnis lagt karlgreyið á kné sér og hýtt hann nánast til óbóta; alltaf hefir hann haldið sama söngnum áfram, fýldur og afundinn.

Ætli sé samt ekki best að leyfa aumingjanum svorna að rorra bara svona áfram í þeirri villu að hann sé varaeitthvað, ríkið hefir víst borgað annað eins fyrir sína menn fyrir ekki neitt. En það eru leiðinleg ósköp að heyra jarminn í þessum drotins krossbera, jafnvel þókt hann sé klæddur svörtum stakki með bláum kraga og tóni frá altari saksóknara ríkisins. Varla mælist bysskubbnum, þessum nýja, betur af sínum stóli en Helga Magnúsi. Því skulum vér fremja gustukarverk á Helga Magnúsi og leyfa honum að sitja áfram, bölvandi útlendingum og samkynhneigðum í sand og ösku eins og hann sé ofurölvi og óður púki á fjósbita hjá Framsóknarmaddömunni.

Og þar sem vér nú erum orðin svo kristilega frjálslynd og umburðarlynd gagnvart vorum minnsta bróður við embætti saksóknara væri rétt að fela forsetanefnunni vorri kalla Helga Magnús á sinn fund og sæma hann stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir sérkennilegt framlag sitt til íslenskrar menningar og varðveislu þjóðlegs fúkyrðaflaums í garð þeirra sem eru svo óheppnir að vera útlendingar eða hommar. Með því móti mundum vér bjarga saksóknum á Íslandi frá niðurlægingu og skömm.


mbl.is Undirskriftalisti settur á fót til stuðnings Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband