Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður um arfleifð íslensku sósíalistahreyfingarinnar?

x34Þrátt fyrir stórbrotna mælsku og linnulausa munnræpu Stengrims J. oft á tíðum um eigið ágæti og dæmalaust grobb um dugnað sinn og rústabjörgun, og þrátt fyrir sífellt stórbros, fettur og slettur Katrínar og óhugnanlegt smjaður hennar fyrir blóðugum NATO göltum allt niður í Bjarnaben, þá virðist komið að skuldardögunum. Og ekki líður á löngu þar til endanlegt uppgjör verður birt.

sos1Það dylst engum að VG er komið á líknardeildina og heyr nú sitt dauðastríð í ýldumekki, en eins og menn vita, þá vinnur enginn sitt dauðastríð, ekki heldur VG. Til VG var í upphafi stofnað á fölskum forsendum; þeir sem náðu undirtökunum í flokknum ætluðu sér aldrei að búa til sósíalískan flokk, sem hefði orðið arftaki Alþýðubandalagsins meðan það var sósíalískur flokkur; þeir ætluðu sér aldrei gera þetta herfang sitt að neinum sérstökum vinstriflokki. Ónei. Gamla Flokkseigendafélagið var löngu orðið afhuga sósíalisma, verkalýðsbaráttu og þjóðfrelsi og fýsti einungis til að koma sér upp valdaflokki, sem alltaf væri tilbúinn í að fara í ríkisstjórn undir hvaða kringumstæðum sem væru upp á borðinu. Af síðustu 15 árum hefur VG verið 11 ár í ríkisstjórn og afraksturinn enginn, eins og við mátti búast, hvorki í orði né á borði. Síðustu skoðanakannanir sýna að fylgið er komið í rétt rúm 3% og kjósendur búnir að sjá í gegnum lygarnar og loddara háttinn; Stengrimur og Katrín flúin en eftir sitja nokkur poletisk viðrini sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.

sos2En hvað ætli verði um dánarbú VG? Getur verið að þar finnist einhver verðmæti sem eiga að ganga til réttmætra erfingja? Koma menn ef til vill niður á samskonar sjóðþurrð í hirslum VG að því dauðu og fundust í kosningasjóði fyrrum formanns VG, Katrínar Jakobsdóttur? Eftir að hafa svikið sína huldumey, sósíalismann, og drepist skammarlegum dauðdaga, þá er einsýnt að hreyfing íslenskra sósíalista á að fá í sinn hlut þau litlu verðmæti sem í dánarbúinu finnast. Og sennilega dæmist á Sósíalistaflokk Íslands að taka við keflinu og arfinum frá Kommúnistaflokki Íslands, Sameiningarflokki alþýðu- Sósíalistaflokknum, Alþýðubandalaginu, Fylkingunni, Einari, Brynjólfi, Lúðvík, Magnúsi Kjartans, Eðvarði Sigurðssyni, Guðmundi Jaka, Tryggva Emilssyni, Þórbergi Þórðarsyni, Halldóri Laxness, Jónasi og Jóni Múla og Stefáni Jónssyni. Það verður vissulega vandasamt verk fyrir Sósíalistaflokkinn, sem enn er ekki nema að hluta til stofnaður, en öðrum samtökum er bara ekki til að dreifa til að taka við arfi íslensku sósíalistahreyfingarinnar.


mbl.is Vinstri græn fordæma ákvörðun Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband