Leita í fréttum mbl.is

Vargfuglar koma saman og berjast með blóðgandi klóri og köpuryrðum

x36Það má búast við að það verði hamagangur á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á morgum þegar ránfuglarnir koma saman og bera hverjum öðrum á brýn aumingjaskap, heimsku og undirferli. Hefði þessi fundur verið haldinn á landnámsöld hefðu orðið mannvíg og blóðsúthellingar ekki minni en á Þórsnessþingi þegar menn börðust þingmenn mættu ganga örna sinna á túnum þar á nesinu eða ekki.

Að vísu er ekki margt um kempulega garpa í Valhöllu núna, en eitthvað mun þó vera um grimmar, ósvífnar og ofstopafullar kvensniftir þar innandura og í flokksráðinu sjálfu. En allt að einu verður tekist hart á með þeim kunna óþverraskap sem lengi hefir einkennt poletik Sjálfstæðisflokksins, og mun margur snýta bláu og brúnu áður en yfir lýkur. Þeir bjartsýnustu, meðal þeirra sem bestir eru taldir að sér Valhallarlógíu, eru að vona að í fyrirhuguðum ránfuglaslag muni það vera hinir hæfustu sem lifi darraðardansinn af og taki Flokkinn frillutaki og lýsi yfir eign sinn á honum og gjöri það með hann sem þeim sýnist, Flokknum til heilla.

gogg1Hins vegar verður hin alvarlega niðurstaða fundarins sú, þó svo hún verði ekki gjörr opinber, að nú verði allar rógsvélar Flokks, Valhallar og Málgagns ræstar og þær keyrðar áfram af áður óþekktu ofstæki og frekju. Gefin verða út tilmæli á alla sanna flokksmenn að fara maður á mann með fordæmalausan óhróður, lygar og illmælgi á hendur forustumönnum annarra flokka, þannig að það stóð verði svo gjörsamlega ærulaust þegar síðasta vika fyrir kosningar gengur í garð, að engum heimvita manni mun detta í hug að kasta atkvæði sínu á slíkan óþverralýð. Málefnalega er Sjálfstæðisflokkurinn mát, galtómur, en ómálefnalega er hann sterkur og stór og sést ekki fyrir.   


mbl.is Flókinn flokksráðsfundur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband