Leita í fréttum mbl.is

Að gefnu tilefni

x-d2Það má svo sem vel vera að hægt sé með sæmilegum vilja að líta þannig á að þetta orðagjálfur framsóknarráðherrans sé á einhvern hátt góðra gjalda vert. En því miður get ég ekki að því gert, að mér sýnist sýnist vaðallinn í frú Lilju afar yfirborðslegur og framsóknaflokkslegur, því að auðséð er að hún hefur ekki í hyggju að ráðast að rót vandans, sem leiðir af sér meira og meira ofbeldi, sem sé kapítalismanum og hinu kapítalíska þjóðskipulagi. Ónei. Þess í stað er talsmáti hennar allur á þann gamalkunna veg að nú ,,þurfi að greina vandann" og setja af stað ,,þjóðarátak" grufla eitthvað í yfirborðinu, í einhverjum stofnunum sem hún nefnir, lögreglu, skólayfirvöldum, heilbrigðiskerfi, barnamálayfirvöldum, íþróttahreyfingu og listamönnum, eins og þar sé einhvern viðsnúningalykil að vandamálinu að finna.

En Lilja kerlingin nefnir ekki raunverulegu skaðvalda á nafn því ekki má ein sperrt ráðherraskjáta styggja blessaðan hagvöxtinn, sívaxandi kröfur um að rottuhjól kapítalismans sé sífellt knúið hraðar og hraðar, ekki má ráðherra í ríkisstjórn Íslands eða þingmenni á Alþingi Íslendinga heldur móðga boðbera nýfrjálshyggjunnar, hvað þá að ráðast gegn þeirri illmúruðu og dularfullu heimsku sem felst í að keyra upp útlendingaandúð, helst hreint og beint útlendingahatur, þjóðfélaginu og halda úti allskyns lygum og djöfulskap í garð fólks sem er að leita sér að betri lífsskilyrðum en þá neyð sem það á einungis völ á heima hjá sér. Það er hreint út sagt glæpsamlegt athæfi heilla stjórnmálaflokka hérlendis, já og fjölmiðla, sem við höfum því miður orðið vitni að hvað ofan í annað, að ýta undir fordóma og hatur í garð fólks sem er af erlendu bergi brotið; þessháttar óþokkaiðja er ekki aðeins glæpsamleg gagnvart útlendingum heldur öllu samfélaginu í heild. Lilja Alfreðsdóttir er til dæmis í ríkisstjórn sem leidd er af flokki sem eldur markvisst á útlendingaandúð og þeirri bábilju og lygum að útlendingar séu alveg sérstakt stórvandamál sem herji á Ísland.

Nei, Lilja mín Alfreðsdóttir, yfirborðslegt fjas í hneykslunarstíl, eins og það sem haft er eftir þér í Morgunblaðsgrein í dag, gerir ekkert til eða frá, - ekki frekar er slagorðið góða ,,Fíkniefnalaust Ísland árið 2000." Á meðan ekki ekkert er að gert í að gjörbreyta þjóðskipulaginu og snúa alfarið af leið nýfrjálshyggju, dólgakapítalisma, græðgi og fáránslegs auðmannadekurs og hægt á hressilega rottuhjóli meiri og meiri neyslu, er algjörlega út í hött að vænta þess að vopnaburður barna, unglinga og fullorðinna dragist hætishót saman. Í umhverfi nýfrjálshyggju, ofneyslu á flestum sviðum efnishyggjunnar, og vaxandi heimskutilburðum kapítalismans líður engum vel, nema kannski samherjum í græðgis - og yfirgangsvæðingunni, þessum sem hafa á síðustu þremur áratugum sölsað undir sig eignum almennings og hafa smeygt sér óbeðnir inn í alla þætti þjóðlífsins eins og slefandi boðflennur.


mbl.is Tvö börn á sjúkrahús eftir að hafa innbyrt THC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband