Leita í fréttum mbl.is

Misheppnaður mótmælafundur, andlaus og geðlaus

femma4Meintur ,,mótmælafundur" á Austurvelli í dag var misheppnaður að flestu leyti. Hann var það sem kallað er ,,flopp" á erlendum málum. Þegar til kom fór ekki milli mála að þeir sem að fundinum stóðu gerðu það með hangandi hendi, enda hefir fátt nýtilegt, hvað þá verkalýðslegt, sést frá yfirstéttarelítu ASÍ og BSRB í mörg herrans ár. Enginn ræðumann dagsins hafði til að bera þann neista sem nauðsynlegur er og andi Guðmundar heitins Joð Guðmundssonar eins víðsfjarri og hugsast getur. Eitthvert loðmullulegt taut um verðbætur, verðbólgu og vexti er heldur óskemmtilegt viðlag þegar krafan ætti að vera afnám hins kapítalíska þjóðskipulags.

Svo var heldur óskemmtilegt að verða vitni að því að manneskja, sem verið hefur á harðahlaupum um ráðuneyti og sali ASÍ, og tók virkan þátt í aðförinni að Sólveigu Önnu Jónsdóttur og stjórn Eflingar fyrir býsna stuttu síðan, skuli hafa verið einn af ræðumönnum dagsins á Austurvelli. Satt að segja setur óhug að manni að horfa upp á slíka óhæfu. Með leyfi að spyrja: Hverjum er verið að ögra með því að láta Höllu Gunnarsdóttur bulla hjartalausan samsetning uppi á palli á útifundi verkalýðshreyfingarinnar? Ég legg til að almennir félagar í verkalýðshreyfingunni taki málin í sínar hendur og standi einir að framkvæmd og skipulagi næstu mótmælafunda og skrifstofusjakalar á ASÍ kontórnum og Halla Gunnarsdóttir komi þar hvergi nærri.

verko10Það dylst ekki hugsandi fólki, að pólitískt og efnahagslegt ástand á Íslandi er hvort tveggja í senn ámælis- og skammarlegt. Það er engu líkara en að alvarlegt kreppuástand sé handan við hornið, ekki bara svona venjulegt og hefðbundið kreppuástand sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur kapítalismans, heldur og virðist sem þjóðin rambi á barmi andlegrar og félagslegrar kreppu, sem ekki verður leyst með bankagjaldþrotum, slitastjórnum og hrægömmum. Við verðum að breyta þjóðskipulaginu, við verðum leggja eyrun að þjóðskipulaginu, við verðum að skipta um þjóðskipulag. 


mbl.is Nokkur hundruð manns mótmæltu á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband