Leita í fréttum mbl.is

Nú verða liðsmenn Sósíalistaflokksins að vanda sig sérstaklega vel

x-sós2Það er fagnaðarefni að Sanna Magdalena skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð við næstu alþingiskosningar. Hún verður þá væntanlega í fyrsta sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna og mun eflaust ná góðri kosningu. En það þarf fleiri góða einstaklinga í framboð fyrir Sósíalistaflokkinn og það þarf fleira að koma til en að Sanna gefi kost á sér.

Það sem Sósíalistaflokkurinn ætti að gera að forgangsmáli hjá sér núna er að virkja fólk í öllum kjördæmum, stofna kjördæmisráð sem sjái um að fá fólk á lista og annist það sem við kemur framboðsmálum hjá sér. Við síðustu alþingiskosningar bauð Sósíalistaflokkurinn fram í öllum kjördæmum landsins, en því miður var þá staðið að framboðsmálum af algjöru fúski og kunnáttuleysi, að ég ekki segi hroka og yfirlæti ; val á framboðslistum var miðstýrt úr einum rassvasa í Bolholti og kjósendur úti í kjördæmunum sjálfum ekki á neinn hátt hafðir með í ráðum. En ef til vill var ekki ætlast til neins árangurs af helstu ráðamönnum flokksins í alþingiskosningunum 2021, ég veit það ekki, en ekki kæmi á óvart þótt svo hafi verið.

verko10Að því gefnu að Sanna verði í fyrsta sæti Sósíalistaflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, þá ætti varla annað að koma til greina en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiði lista flokksins í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Það verður skilyrðislaust að tefla sterkasta fólkinu fram að þessu sinni. Í augnabliki er vinna kosningastjórnar Sósíalistaflokksins varla komin á það stig að tímabært sé að nefna önnur oddvitaefni. Hins vegar er alveg ljóst, að nú verða liðsmenn Sósíalistaflokksins að vanda störf sín sérstaklega vel og hrapa ekki að ákvörðunum.   


mbl.is Sanna borgarfulltrúi vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband