Leita í fréttum mbl.is

Heimsmeistari í athyglissýki og tómhyggju kveður sér hljóðs meðal braskara

fire.jpgAnnað er varla viðeigandi í þessari stöðu en að óska Viðreisnarflokknum til hamingju með að hafa hreppt til liðs við sig athyglissjúkasta manngarm landsins, sjálft Jon Gnarr. Jon Gnarr, sem líka gæti allt eins heitið Jon Kurr eða Jon Berr, eða bara Hnerr, er einstakur happafengur fyrir Viðreisn, sem er flokkur sem frægastur er fyrir að stíga ekki í vitið, en hvort meðalgreindin í flokknum hefir aukist með tilkomu Jons skal ósagt látið, nema hvað það er ósköpin öll ólíklegt.

Einhverju sinni stofnaði Gnarrið sér einkastjórnmálaflokk með sínum líkum og bauð fram í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Um þær mundir voru kjósendur í Reykjavík afar ráðvilltir og heimskir, eða eins og Daninn segir: ,,Helt gal í hoved", og tóku því flokksskrímsli Gnarrsins fagnandi og kusu Jon sjálfan og fimm aðra af listanum til að stjórna borginni sinni. Þegar inn í borgarstjórnina kom tók Dagur nokkur B. Eggertsson á móti þeim og át þá í einum hvelli á stundinni. Efir það fór Dagurinn með hin sex atkvæði Gnarrflokksins eins og honum sýndist; það var engu líkara en kallrassgatið hefði þinglýst eignarhald á þessum Gnarrgreyjum og brúkað þau að vild.

En borgarbúar voru fljótir að fá ógéð á Joni Gnarr borgarstjóra og flokki hans, þannig að Gnarrið mátti hafa sig á brott með skottið milli lappanna. Svo skaut þessum heimsmeistara í athyglissýki og tómhyggju upp kollinum í vor, þá sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Jú, einhver tómhyggjubörn urðu til að svara kalli Gnarrsins og kjósa það, en þjóðin sem slík hafði ekki meiri áhuga á honum en geldum spólirokk af nautgripakyni og vilji ekki sjá svona endemis apparat á Bessastaði - sem vonlegt var. Og nú með haustinu er þetta komið aftur af stað og kveðst vilja á þing með Thorgerði 7h Katrínu og þeim hinum í braskaragengi Viðreisnar. Það er ekki nema von að þjóðin sé farin að hrista höfuðið í sífellu yfir síhrakandi andlegu atgervi og vitsmunum alþingismann, sem þessi sama þjóð hefir á samviskunni að hafa kosið.


mbl.is Jón: 70% Viðreisnarmaður samkvæmt kosningaprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband