Leita í fréttum mbl.is

Enn einn lukkuriddari skynsemishyggjunnar gengur í stjórnmálaflokk

bæn3Þá er kominn til skjalanna í Samfylkingunni náungi sem telur sig rétt sloppinn undan hrammi réttvísinnar í frægu ,,byrlunarmáli". Það kom sem sé fram í fjölmiðlum í gær, að lögregluyfirvöldin nenntu ekki að standa í því lengur að rannsaka hvurjir byrluðu ölvuðum skipstjóra ólyfjan og stálu af honum símanum og afrituðu innhald hans til að selja krassandi og skemmtilegar ,,fréttir" af skipstjóranum og stórfyrirtæki einu norður í landi. Þar með hélt fyrrnefndur náungi að hann væri sloppinn og yfir honum vofði ekki lengur vist á Hrauninu upp á vatn og brauð og þar með væri tímabært fyrir orðlagðan lukkuriddara eins og hann að skrá sig í Samfylkinguna því Fjandinn hafði hvíslað að honum að þaðan væri auðveldasta leiðin fyrir stórmenni af hans tagi inn á Alþingi.

En þá kemur jafnframt í ljós að skipstjórinn, sjálft fórnarlamb byrlunarinnar, er aldeilis ekki af baki dottinn og ætlar áfram með sitt mál þó svo lögregluyfirvöldin séu lögst á hliðina eins og einhver hafi byrlað þeim einhvern lamandi óþverra. Þessi ákvörðun skipstjórans getur að sjálfsögðu endað með því að lukkuriddarinn knái, sem er nýgenginn í Samfylkinguna og er sérlega mikill skynsemishyggjumaður eins og Sigmundur Davíð og Beggó, fari þegar öll kurl koma til grafar eftir sem áður í tukthúsið, þar sem hann verður barinn og látinn hírast í ómálaðri, gluggalausri og óupphitaðri herbergisskonsu þar sem einu húsgögnin eru skítug flatsæng og afgamall koppur, fjölmargra glæpamanna hland- og kúkvanur, fyrir fangann til notkunar þegar hann þarf erinda sinna.

prestur1Þetta lítur því alls ekki vel út fyrir lukkuriddarann hugumstóra því draumur hans um upphefð í formi alþingismennsku og ráðherradóms gæti breyst í niðurlægjandi fangavist með hroðalegum glæpamönnum og misyndissálum, ef skipstjórinn hefur sitt fram og fær sannað á hinn nýútsprungna lukkuriddara að hann sé einn helvískur bölvaður byrlari og símaþjófur. Það getur svo sannarlega brugðið til beggja vona í lífi náungans, lukkuriddarans og skynsemishyggjumannsins, sem ætlar sér á þing fyrir skynsemishyggjuflokk prinsessunnar úr Kvikubanka fínifólksins. Við verðum samt að vona að karluglan fá um það er lýkur makleg málagjöld og fái lausnina annað hvort greidda í því að velta sér um hrygg á skítugu fangelsisgólfinu eða verma síþykknandi bakhluta sinn í ráðherrastóli sem hæfir lukkuriddara af hans tegund.  


mbl.is Þórður Snær í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband