Leita í fréttum mbl.is

Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum langtum fremri

kol28Snillingurinn Indriði Handreður á því láni að fagna að hafa komið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að vinum sínum uppi í rúmi hjá hjá eiginkonu Indriða, Máríu Borgargagni. - Þetta helvíti venst aldrei alveg, sagði Handreðurinn við séra Atgeir pt. Fjallabaksen, þá hann fór til sálusorgunar hjá þeim vinsæla værðarklerki.
- Og hvað gerðirðu þá, spurði sr. Fjallabaksen, fullur með áhuga á umkvörtunarefni Indriða.
- Ég reyndi að berja helvítið sem var þarna berrassaður í bælinu hjá henni, en það gekk ekki.
- Og af hverju gekk það ekki?
- Hún setti lampann í höfuðið á mér þegar ég var um það bil að slíta undan djöfli; ég hafði náð góðu taki og hann farinn að emja eins og tófuyrðlingur. En þá kom lampinn og allt varð svart. Kolsvart.

Í annað sinn voru bæði Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður og Brynjar Vondalykt í rúmin hjá Borgargagninu þegar Indriði Handreður kom óvænt heim, öll kviknakin og rauð framaní. Í það sinnið skreið Handreðurinn sjálfur beint upp í til þeirra er þar voru fyrir, og var við það tækifæri ekki beinlínis siðlegur til augnanna og kumraði eins og hrútur. Og aðfarirnar vóru víst eftir því, - hræðilegar.

kol1Í hið þriðja skipti kom handreðurinn að konu sinni með hjónin Kolbeins Kolbeinsson og frú Ingveldi í rúminu hjá sér. Var auðséð að siðsemi var ekki í hávegum höfð þar í bælinu og voru aðkomuhjónin afar dónaleg við Handreðinn þegar hann birtis og tróðu honum með valdi undir rúm eftir að hafa flett hann klæðum og hæðst að honum fyrir getuleysi og aumingjaskap, en húsfrúin Máría Borgargagn hló og hló að öllu saman og skvetti úr koppnum undir rúmið og á eiginmanninn hágrátandi. Svo hélt þetta ófyrirleitna fólk áfram að djöflast uppi á dýnunni með húsbóndann á heimilinu hrínandi og kveinandi undir. Eftir á sagði Handreðurinn séra Atgeiri pt. að þetta hefði verið voðaleg lífsreynsla sem hafði ekki jafnað sig á fyrr en honum tókst að selja Kolbein vin sinn dauðadrukkinn í kynferðislega ánauð í tvo sólarhringa hjá stórbiluðum öfuguggum og óþverrafólki í Þingholtunum. Það er af Kolbeini og Indriða að frétta, að þeir eru báðir tveir á listum Framsóknarflokksins til alþingiskosninganna í lok mánaðarins.


mbl.is Rakst á vini vina vina sinna í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband