Leita í fréttum mbl.is

Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans

drunk5.jpgMikill maður er Nonnýboy og sons. Nú eru alræmdustu og orðlögðustu sorpblöðin farin að leigja sér samviskulausa og siðblinda njósnara til að freista þess að kom upp um þá feðga með aðstoð hlustunardufla. Það sýnir best hvað glæpaeðlið er sterkt og siðblindan mikil, að hinn erlendi njósnari skuli hafa táldregið son Nonnýboy inn á vertshús og gefið honum steik og brennivín og undið sér að svo búnu í að lokka soninn til að tala og tala af sér þegar hann var kominn í glas. Þetta eru náttúrlega óverjandi vinnubrögð, meira að segja Páll Vilhjálmsson og Hallur Hallsson gætu ekki varið þau og eru þeir þó öllum hnútum kunnugir og flest til lista lagt í þeim efnum.

En hinni hrottafengnu atlögu sorpmiðilsins að Nonnýboy og sons hefir verið hrundið að þessu sinni. Gwöði sé lof. Má segja að snarræði Nonnýboys sjálfs valdi mestu að atlagan fór út um læri og maga, því með því að verða á undan að segja frá glæpnum hafi Nonnýboy afvopnað fantana, sem nú standa uppi sem hverjir aðrir ómerkilegir óbótamenn og bíða nú þess eins að verða kærðir og settir inn fyrir glæpsamleg vinnubrögð.

Sjálfur segir Nonnýboy frá því að útlenska njósnaranum hafi mjög þyrst í fregnir af hvalablæti Nonnýboy og Kristjáns Loftssonar í hvalnum og reynt hvað hann gat að drag sem mest um þau mál upp úr drengnum inni á vertshúsinu, enda hafi njósnarinn stöðugt verið að bæta í glasið hjá pilti þar til hann var hættur að geta staðið í lappirnar og hvað þá að sjá úr augunum út; það getur hver maður séð, að þegar ungur maður á uppleið er kominn í þannig ástand inni á veitingahúsi með armaniklæddum fjárfesti, þá er ekki laust við að geti farið að losna um málbeinið hjá blessuðum fuglinum. Svo kemur upp úr kafinu að sá armaniklæddi er njósnari en enginn andskotans fjárfestir! Það ætlar víst ekki af þeim að ganga, gullmönnum Sjálfstæðisflokksins að ganga þessa dagana og fylgið sem áður og fyrr var áratugum saman 40% er komið niður undir 10% og þjóðin alveg við að segja endanlega bless við þennan Flokk sem hafði kjósendur í vasanum allt of lengi.   


mbl.is Sakar Heimildina um þátttöku í að hlera son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband