Leita í fréttum mbl.is

Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu

xbNú kvað gamla Framsóknarmaddaman vera komin svo af fótum fram að búist er við andláti hennar á hverri stundu. Fyrir viku var hún sett á líknandi meðferð, enda orðin rænulaus að mestu,fyrir utan meinlegt óráð á stangli, og í morgun kom prestur að þjónusta gömlu konuna og veita henni síðustu huggun. Það var sá merki værðarklerkur, Atgeir pt. Fjallabaksen, sem annaðist sálusorgum Maddömunnar, og menn þóktust sjá tár falla af hvarmi hans er hann staulaðist út frá þeirri gömlu.

Verra er, að innan Framsóknarfjóssins eru húskarlar og griðkonur öll logandi hrædd um að hinnar virtu Maddömu bíði ekki sem skemmtilegust vist eftir líkamsdauðann og henni sé þegar búinn staður í Víti með öllum þeim pínslum ásamt atgangi djöfla og andskota sem þar tíðkast. Það er meira að segja haft fyrir satt, að húsbóndinn í Helvíti ætli sér sjálfur stórt hlutverk við að gera gömlu Maddömunni framhaldslífið eins leitt og hugsast getur eftir að hún fellur í hans höndur.

Svo er aftur annað mál hvað um húskarlana og griðkonurnar í Framsóknarfjósinu verður eftir að móðir þeirra allra er önduð. Sennilega verða þau látin ganga undir niðurboð og þeim komið fyrir hjá þeim sem treysta sér til að hafa þau hjá sér fyrir minnst meðlag frá hinu opinbera. Vitað er þó, að ráðsmaðurinn, Sigingi, verður settur undir dýraverndunarlög og hann embættaður til að erfiða ævilangt hjá klausturbræðrunum að Klaustri. Þar verður hann ugglaust misnotaður og hafður fyrir trúðfífl þegar bræðurnir vilja skemmta sér. En húskarlarnir flestir, sem og griðkurnar, sem sumar eru þó varla meira en gimbrar af graslambastandi, verða kannski rekin á fjöll, þar sem ekki er loku fyrir það skotið að aunginn vilji taka við þeim. Það verður þá heldur dauf vist hjá þeim það sem eftir er, ekki síður en hjá ráðsmanninum, að ekki sé minnst á þá gömlu fær að baða sig í logum Vítis, án afláts, skrækjandi og veinandi, frá eilífð til eilífðar.


mbl.is Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband