Leita í fréttum mbl.is

Tilkynning um andlát, gjaldþrot og útför Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

x-vg3,,Horfið, glatað, gleðifregn." Þessi frægu orð þjóðskáldsins komu upp í hugann þegar mér var tilkynnt um dauðastríði VG væri lokið og það formlega úrskurðað dautt og horfið úr heimi hér.

Jæja, þá er fyrirtæki Flokkseigendafélags VG, þ.e. Vinstrihreyfingin grænt framboð, farin á hausinn og kominn til gjaldþrotaskipta. Það má ljóst heita, að einhverjir af þeim stórmennum sem á sínum tíma slógu eign sinni á VG, það voru allt stórmenni, munu fara í skuldafangelsi fyrir vikið og ugglaust gjörðir útlægir í framhaldiaf því að fangavist líkur. Í fyrndinni þóktust þessi grey vera sósíalistar og erfingjar Einars Olgeirssonar, en undir síðustu aldamót fóru þau í felur, en skriðu von bráðar út úr holum sínum plötuðu raunverulega vinstrisósíalista og kommúnista til að stofna með sér ,,vinstrihreyfingu" sem ekkert varð úr þegar á hólminn var komið, því þetta varð örfáum árum síðar borgaralegur flokkur efrimillistéttarfémínísta, og umhverfismálasnobbara og dútlara, en kommúnistum og vinstrisósíalistum var gert skiljanlegt að þeirra væri ekki óskað lengur og nú skyldu þeir hafa sig á brott ella hefðu þeir verra af.

Um hríð héldu landsmenn að VG væri vinstriflokkur, jafnvel kommúnískur vinstrisósíalistaflokkur öreiga og tómthúsmanna, þókt allir þeir róttæku væru farnir og steinhættir að kjós þetta apparat sem þeir höfðu verið plataðir til að stofna með óvönduðu fólki af allt öðru sauðahúsi. Svo fór auðvitað að halla undan fæti. Hið kúnstuga Flokkseigendafélag Álfheiðar, Svavarsfjölskyldunnar og Stenngrims hætti að sjást fyrir í sókn sinni inn í samfélag burgeisastéttarinnar, og jafnframt fór það fólk að birtast mönnum sem argvítugir stórvinir samherja af greifastandi og fleiri stórauðvalda; þau settu á krítískri ögurstundu eitt skoðanadauft og hugsjónalaust gluggaskraut sem formennisígildi hjá sér og komust í ríkisstjórn með auðvaldinu, því Flokkseigendurnir kváðust vera í poletik til að hafa áhrif.

Svo fleygði Sjálfstæðisflokkurinn VG og flokkseigendum þess út á guð og gaddinn, en þá var líka hugjónalausa gluggaskrautið horfið, hafði dottið út um gluggann í einu vestanrokinu og brotnað í mél á gangstéttinni fyrir neðan við hliðina á taðhrúgu úr hundi. Og með það sama var VG-ið gjaldþrota og kjósendur snöru, við því baki. Og nú undir morgun, hins 1. desember 2024 gaf sá er öll stjórnar út dánarvottorð á Vinstrihreyfinguna grænt framboð og gat þess í vottorðinu að hið hið látna hafi andast úr ólæknandi innanmeini, ásamt sullaveiki og óheilindum. Engar eignir hafa fundist í þrotabúinu og verður hræið af hinu framliðna óféti því urðað utangarðs á kostnað hins opinbera. 


mbl.is „Sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband