Leita í fréttum mbl.is

Spøgelset í höfn á Jótlandi

fullurOkkur varðar vissulega ekkert um einhverja skítalúsera á vegum krataeðlisins, hvort heldur þeir heita Þórður, Dagur eða eitthvað annað. Nú viljum vér alvörumenn fram á sviðið. fyrir stinnri hálfri öld þyrptust íslenskir síldarbátar með hringnót í Norðursjóinn til síldveiða og lönduðu aflanum í Hirtshals eða Skagen; þá var nú ekki verið að druslast við landa aflanum sitt á hvað á Dalvík og Dagverðareyri, eins og segi í dægurlagatextanum. Og íslensku sjómennirnir tóku sumir fast um stýristaumana og gáfu sig af fullri ábyrg þeim nautnum á vald sem fylgja lífinu í erlendum höfnum.

Einn þeirra sem sigldi suður á bóginn í átt að Bretlandseyjum og þaðan til gömlu herraþjóðarinnar, Danmörku, var gleðimaðurinn Páll Draugur, alltaf kallaður ,,Spøgelset" á danskri grund og undir því nafni þekktu stúlkurnar á Jótlandi hann. En því miður er déskotans lífið ekki allt dans á rósum og því fékk okkar maður, Spögelsið, stöku sinnum að kenna á. Til dæmis, að þegar meðfylgjandi mynd var tekin af honum var hann nýkominn úr misheppnaðri ferð á gleðihús með kvennaþjónustu í Álaborg. Þegar hann kom til baka neitaði hann að borga leigubílinn og greiddi bílstjórnum rothögg þegar hann fór að ganga efir borgun fyrir aksturinn. Á eftir reyndu Spögelsið og félagar hans að hífa leigubifreiðina um borð bátinn og hugðust hafa hana með sér á miðin við Shetlandseyjar. Eitthvað fór samt hífingin úrskeiðis bíllinn skondraðist um borð í bátinn sem lá utan á okkar skipi og fór, sem maður kallar, í klessu.

Þegar þarna var komið sögu, var Spögelsinu orðið mál og hann gekk til kukks í bátnum sem lá utan á þeim sem fékk leigubílinn um borð til sín. Og á salernisskálinni leið svo Spögelsinu í brjóst og hann steinsofnaði, enda mjög þreyttur, úttaugaður, pirraður og búinn að drekka þessi ógnar býsn. Og þegar báturinn hallaðist örlítið í stjór, valt Spögelsið út af setunni og lá eftir það eins og hringormur við klósettið. Morguninn eftir komu djöflar af bátnum þar sem Spögelsið svaf og ræstu okkur með hávaða og orðbragði og skipuðu okkur á fætur og hirða þennan andskota sem lægi eins og dauður brókarsóttargemlingur á taðhúsinu hjá þeim og harðneitaði að vakna eða hreyfa sig yfirleitt nokkuð.


mbl.is Á þriðja hundrað strikuðu yfir eða færðu Þórð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband