Leita í fréttum mbl.is

,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"

kol6.jpgÞórbergur gamli Þórðarson frá Hala í Suðursveit var glúrinn kall, djúpvitur og hvort tveggja í senn: alheimsmaður og mikill Íslendingur. Í ,,Bréfi til Láru" lætur hann þessi fleygu orð falla, að ,,hjónabandið sé samábyrgð tveggja andlegra öreiga". Hann segir enn fremur á sama stað: ,,Andlegi dauðinn hefst með værð, sívaxandi stemmningasljóleik og ást á sveitalífi. Að eins andlega dauðir aumingjar þrá rósemi sveitalífsins." enn fremur segir hann einkenni andlega dauðans: ,,Fas og andlitsdrættir fá dásamlegt samræmi. Yfir andlitið sest sauðarleg ró og friður, eins og títt eru um heilaga menn. Sérhver rannsakandi hugsun, sérhver lifandi tilfinning, sérhvert þjáningarspor undan yfirstandandi eymd þurrkast burt. Þá er sagt að maðurinn fríkki með aldrinum, fái virðulegt útlit, og vergjörn konuefni elta hann á röndum."

Og félagar okkar, þeir Karl Marx og Friðrik Engels, segja, að ,,hið borgaralega hjónaband sé í rauninni sameign á konum" og sé sú staðreynd ,,hulin hræsni og leynd", en ,,grundvöllur hinnar borgaralegu fjölskyldu nútímans sé auðmagnið (kapítalisminn) og einkareksturinn." Svo mörg eru þau orð hinna miklu risa mannsandans. Og ekki blæs sérlega byrlega fyrir hjónaböndum burgeisanna og aftaníossa þeirra. Það má vel vera að Kári telji sig meiri mann á samfélagi andlegra öreiga með unga konu upp á arminn en hann kominn á gamalsaldur og fátt annað uppbyggilegt fyrir karla eins og hann en dansinn á grafarbakkanum, eins og það er nú viðkunnanleg skemmtun.

Karl MarxVissulega hlýtur að vera freistandi fyrir gúrú á borð við Kára að gera erfðafræðilega könnun á værðinni, stemmningasljóleikanum, andlegum dauða og þrá eftir rósemi sveitalífsins. Ekki væri síðra ef karlinn gerði genólógíska leifturrannsókn á hinu borgaralega hjónabandi, afleiðingum þess fyrir ráð og rænu mannfólksins og framtíðarhorfum þess. Slík rannsókn væri, ef vel tekst til, gagnleg til að fækka innihaldslausum og gjörsamlega ónauðsynlegum hjónaböndum til muna og létta í leiðinni þeirri óhuggulegu skyldu af prestum og prelátum að gefa saman í hjónaband allan þann óviðeigandi urmul af andlegum öreigum, allt niður í galna fáráðlinga, sem raun ber ófagurt vitni.


mbl.is Kári Stefánsson og Eva giftu sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband