Leita í fréttum mbl.is

Og illþýði allskonar á flökti um mannheima

jólaköttur1Nú er sá árstími þegar illþýði allskonar er á flökti um mannheima, forynjur, ólifnaðarmenn af fjöllum,og hroðalegar óvættir sem engu eira sem þær komast í tæri við. Í fyrri viku varð vart við skepnuna jólaköttinn á Breiðdalnum fyrir austan og daginn eftir fréttist af því að hann hefði jagað hálfstálpað barn á Héraði og étið það upp til agna þannig ekkert var eftir á vettvangi nema annað gúmmístígvéli krakkans, en hitt stígvélið át kötturinn af bestu lyst.

Þá hafa alræmdir djöflar af háfjöllum leitað til byggða og gjört sér dælt við heimafólk með skelfilegum afleiðingum. Einkum hefir borið á ferðum þorparanna Giljagaurs, Stekkjastaurs, Stúfs og Gluggagægis. Gluggagægir, sem er frægur fyrir að skyggnast inn um glugga á hjónaherbergjum um það bil sem fólk tekur á náðir. Hann er talinn hættulega brenglaður og óeðlið inngróið í hold hans undir samfestingnum. Giljagaur er náttúrlega mesti hjónadjöfull sem uppi hefir verið á Ísland frá því er land byggðist; það er ótrúlegt hvernig honum hefir tekist að fífla konur, jafnvel heiðvirðar konur sem orðlagðar eru fyrir tryggð við eignmenn sína og heimili. Stekkjastaur er vægast sagt varhugaverður, einkum í sveitum þar sem bændur stunda fjárbúskap, því Stekkjastaur er anímalisti og óþrifnaðardrulla á almanna mælikvarða. Stúfur er kynhverfur mann og þekktur fyrir óhreinar og fyrirlitlegar hugsanir og tiltekjur.

ing5Og nú er komin upp ríkisstjórn í Reykjavík, sem margir hræðast að verði jafn skæð börnum og gamalmennum og forynjan Grýla. Víst er um það, að kvensviftirnar sem fara fyrir umræddri ríkisstjórn eiga mjök ættir að rekja til Grýlu og þá ekki síður til óvættarinnar Leppalúða. Til sannindamerkis um að þær ættfærslur eigi við sterk rök að styðjast, er sú stálgrimma staðreynd að bæði Grýla og Leppalúði voru skráðir stjórnarmenn í því fræga fyrirtæki 7Hægri ehf. sem skilaði meiriháttar hagnaði árin fyrir Hrun og ekki síður eftir Hrun. Í fyrrakveld máttu sorgbitin börn með áfallaáráttuvanda hlusta á Grýlu og Leppalúða syngja eftirfarandi trúarlega barnagælu frá Súez:

Hönum Jésú þókti gamanið grátt, -gamanið grátt.
En gólar nú á Hymmnum hátt, Hallilúsía, Hallilúsía.
Og ríkisstjórn með raskatið blátt, raskatið blátt,
hún rænir oss um miðja nátt, Hægrirúsía, Hææægri-músía.
 


mbl.is Ágreiningur um „tekjuöflun ríkissjóðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Snilli

FORNLEIFUR, 22.12.2024 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband