Leita í fréttum mbl.is

Í dag tók séra Atgeir fryggđina í misgripum fyrir friđinn

prestur10Ţá var ţađ nú öđruvísi í jólaávarpinu hjá séra Atgeiri p. Fjallabakssen ţegar hann reyndi ađ syngja hátíđarmessu í Framgerđarkirkju í Botni í dag. Karlanginn var miđur sín, enda vćrđarklerkur af bestu gerđ og vita gagnslaus, og allt fór hjá honum eins og fyrirhafnarlaust og án áreynslu í handaskolum. Hann virtist hafa ćtlađ ađ fara fram á friđ viđ sjálfan Guđ og hvetja stríđandi ráđamenn til friđar, en í stađ friđar talađi hann eingöngu um frygđ og krafist ţess ađ Guđi og mönnum ađ ţeir sýndu nú einusinni alminnilega frygđ í verki međ ţeim tólum sem ćtluđ vćru til brúks í ţeim efnum.

Reyndar kallađi séra Atgeir p. friđinn ekki ađeins frygđ heldur fryggđ, ţví hann vildi leggja góđa áherslu á kenninguna svo áheyrendur skildu. En ţegar messugestir fóru ađ hlćja ađ fryggđinn var séra Atgeir vandrćđalegur á svipinn og órólegur og brá sér í snarhasti fram í skrúđhús og bćtti svo hressilega á sig úr messuvínsflöskunni, ađ međhjálparakvikindinu, sem stóđ álengdar og horfđi á, blöskrađi. Ţegar prestur liđađist aftur fram á sviđiđ var hann fyrst í stađ ögn hressari en áđur og trúđi söfnuđinum fyrir ţví ađ ţegar öllu vćri á botninn hvolft vćri fryggđin besti vinur mannsins og án verklegrar fryggđar vćri úti um allt.

medium_korEn svo fór messuvíniđ ađ segja ć betur til sín, ţađ sveif á hinn ţjónandi vćrđarklerk og bar hann langleiđina inn í annan og heilagri heim en áđur hafđi sést í Framgerđarkirkju í Botni. Ţví nú bćtti Atgeir p. Fjallabakssen um betur og fór ađ leggja út af ţeirri hinni innri fryggđ, sem vćri svo eftirsóknarverđ ađ vel mćtti gefa fyrir hana bćđi hund sinn og hest, heimili, konu og hús; ,,ţví hvađ er" stundi hann upp fyrir altarinu međ fölskvalausum kjökurhreim í röddinni, ,,fengiđ međ hesti og húsi, eđa hvađa nautn má hafa af hundi eđa konu, ef fryggđina og kćrleikann vantar." Ţegar ţarna var komiđ sögu sá organistinn ađ nú var nóg komiđ af hálfu séra Atgeirs, svo hann sté orgelskrjóđinn gjörsamlega í botn og kórinn tók undir međ ţví ađ öskra eins og hann gat sálminn sem sökkti bátnum á Genesaretvatninu. En séra Atgeir p. Fjallabakssen skjögrađi eins og í öđrum heimi aftur fram í skrúđhúsiđ og fékk sér ţar sćti og var ţegar í stađ sofnađur svefni hinna réttlátu fryggđarklerka. 


mbl.is Hvatti til friđar í ávarpi sínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband