Leita í fréttum mbl.is

,,Karlskömmin þessi Brynki"

séra árni,,Nú var farið að spjalla á bæjunum um samtalið yfir skírnakaffinu. Auðvitað voru allir á móti prestinum. Allir lágu honum á hálsi fyrir að vera að skipta sér nokkuð af þessu. ,,Hann var þá á móti hreppsnefndinni eins og vant er, presturinn, þegar talað var um Þúfumálið. Og þessi karlskömm, þessi Brynki, sem með honum var, hann gat ekki þagað og fylgdi prestinum á móti hreppsnefndinni".
-----
ég sagði sóknarbörnum mínum síðar, að titillinn, er þessari ,,karlskömm", þessum ,,Brynka", var valinn hér í byggðarlaginu, myndi vera honum nýr og óvæntur heiður. Slík vegtylla hefði honum aldrei hlotnast áður og myndi tæplega veitast framar. Hann hefði þurft að leggja land undir fót alla leið vestur í Miklholtsprestakall til þess að verða þvílíkrar upphefðar aðnjótandi. En ,,karlskömmin", ,,þessi Brynki", var sjálfur Brynjólfur frá Minnanúpi, mikill vinur minn".

(Úr Ævisögu séra Árna prófasts Þórarinssonar, annað bindi bls. 31., þriðja útgáfa, þriðja prentun 1977. Þórbergur Þórðarson skráði.)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband