Leita í fréttum mbl.is

Það er hamingja vor og lán að eiga ígildi kóngs

smjör2Í Heimsljósi Halldórs Kiljans kemur við sögu náungi sem heimamenn í Sviðinsvík kölluðu ævinlega etasráðið og hafði það helst á ferilskrá sinni að að hafa stungið af til Danmerkur með milljónina en skilið fólkið eftir allslaust og banhungrað. Þennan mann kallaði Pétur Þríhross ,,Tóta smjör" með vissri aðdáun í röddinni. 

Nú höfum vér enn á ný eignast okkar etasráð af smjörtegundinni, eða bara smjörlíkistegundinni. Og það er hún Halla Thomas, nú auknefnd Halla smjör, af því að þegar vér lítum hana augum, til dæmis á vappi með þeim alræmda flagara svíakonungi, þá dettur oss ósjálfrátt smjörstykki í hug.

Það er lán vort Íslendinga og hamingja að eiga ígildi kóngs og drottningar í forseta vorum, þó svo að einhver smérlíkiskeimur og péníngabrunalykt sé af sameiningartákni voru og stolti, hvar það tiplar útúrsmælandi við hlið hans majestetes svíakóngs.    


mbl.is Myndir: Halla forseti sækir Svíakonung heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband