Leita í fréttum mbl.is

Frú Sæland, frú Andersen - og síðust en ekki síst: Frú Ingveldur

ing5Þar kom að því að frú Sæland tæki í hnakkadrambið á frú Andersen og sveiflaði henni í nokkra hringi og flengdi hana loks með tunnustaf til minningar um síldarsöltunina á Siglufirði á árum áður. Og í dag kvað frú Andersen vera svo lerkuð eftir meðferðina að hún getur, að sögn flokksbræðra sinna, hvorki legið né setið og verður að hanga utan í vegg eins og sigin ýsa til að afbera kvalirnar sem fylgja því að vera hýdd með tunnustaf og vera sveiflað í hringi. En svona eiga sýslumenn líka að vera, svona eins og hún frú Sæland, og láta hælglefsandi hvolpa finna til tevatnsins í öllum þeim litbrigðum sem þessháttar óþverranart gefur tilefni til.

Nú, auðvitað er það rétt hjá frú Sælandi, að ráðherratíð frú Andersen hafi einkennst af ámátlegu væli og hvæsi og síðast sparki í rassinn; um það liggja fyrir borðleggjandi sannanir. Það hefir sem kunnugt er lítið upp á sig að leika hortuga götustelpu þegar engin innistæða er fyrir slíku. Og þó svo frú Andersen hafi risið upp úr sinni köldu og illa þefjandi poletisku gröf og gengið aftur meðal drauga og dóna í Miðflokknum, þá er síst ástæða fyrir hana að trana sér fram með ruddaskap og ofstæki í garð frú Sælands, sem ber af frú Andersen eins og demantar og gull bera af fúasprekum og ryðjárni. Því hvað er eitt Andersen við hliðina á tvíelleftu Sælandi, ég bara spyr.

Eitt sinn slógust tvær mektarfrúr í helgarsamkvæmi hjá frú Ingveldi. Við skulum ekki nefna nein nöfn í sambandi því það gæti reynst hættulegt. En slíkur var atgangurinn að upp gengu teppi og gólfefni úr parketi, en borð og stólar brotnuðu í mél. Brynjar Vondalykt varð fyrir orrustulátum kvennanna og var óðar traðkaður niður; Kolbeinn Kolbeinsson kom að og ætlaði að bjarga vinu sínum frá bráðum bana en var líka traðkaður niður í gólfið og auk þess sleginn á kjaftinn svo að hyminn og jörð gengu í bylgjum yfir honum og undir. Það var ekki fyrr en frú Ingveldur blandaði sér í ófriðinn með því að rífa þéttingsfast í í hárlubbann á mektarfrúnum og slá þeim saman að langþráð ró komst á í húsinu.   


mbl.is Inga ósátt við Sigríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband