Leita í fréttum mbl.is

Úrdráttur úr erindi frú Ingveldar hjá konunum í Hvöt

Ingveldur1Svo hefir frú Ingveldur mælt af munni fram í erindi sem hún flutti sjálfstæðum konum í Hvöt, að fátt þyki henni viðurstyggilegra en kollóttir kallar viti sínu fjær af gráfiðringi og áfengisfýsn. Svo hélt hún áfram og mælti: Ég verð að viðurkenna, þó varðla fúsliga, að ég hefi búið við svona ófétis karlmann á mínu heimili lengur en elstu menn muna og enn ógeðfelldari vin hans. En þar á ég við eiginmann minn, Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann, og kunningja hans, þá Indriða Handreð, Brynjar Vondulykt og Óla Apakött sem setið hefir á Alþingi. Í návist slíkra manna þarf kona sífellt að vera á varðbergi og tilbúin að láta höndur skipta ef á hana er leitað.

Og frú Ingveldur var hvurgi nærri hætt umfjöllun sinn af varhugaverðu karlkyni og sagði: Og þó tók út yfir allan þjófabálk þegar Kolbeinn eiginmaður minn dró Klausturdólgana inn á heimili okkar eina góða samkvæmishelgi, sem átti að vera róleg menningarhelgi með skáldum og menntamönnum. Skömmu síðar komu Máría Borgargagn og hún Sigurveig okkar hérna, sem kölluð var dræsa, í hús, þrekaðar og slæptar eftir volk dagsins En, nei, Kolbeinn minn dró sem sé þessa hryllilegu menn með sér heim af Klaustrinu og bauð þeim til sætis. En ekki leið á löngu þar til gestirnir voru farin að klæmast og bölva svo út yfir tók, þannig að Máría og Sigurveig tóku andköf af hræðslu. Auðvitað gat ég ekki látið þetta viðgangast og sparkaði djöflum öllum fram á gang. Þegar það var afstaðið gat eitt skáldið í boðinu, það er alltso þjóðskáld, ekki haldið lengur aftur af sér og orkti af innblásinni sjónhending:

Og svo drusluðust þær allar draugfullar inn
og dæstu og ropuðu af þreytu.
En á ganginum frammi hann Búkollur beið
og baulaði um skrokka á tittlingsins leið
og angaði af andstyggðar keytu.
Klaustri 


mbl.is Formenn flokkanna funduðu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband