Leita í fréttum mbl.is

Náfrændum Kolbeins og Vondulyktarinnar sparkað út í Stafangri

flugÞegar betur var að gáð reyndist rétt það sem mig grunaði,þ.e. hinir glaðsinna karlfarþegar, sem hugðust bregða sér í skemmtiferð frá Keflavíkurflugvelli til Budapestar á Ungverjalandi með lággjaldaflugfélaginu Wizz Air, en voru látnir út fyrir ofdrykkjusakir í Stafángri í Rogalandi í Noregi, voru báðir og tveir náskyldir frú Ingveldi og því fólki; annar kvað vera nárændi Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns en annar hvorki meira en né minna en systursonur Brynjars Vondulyktar. Er því ekki kyn þókt eitthvað færi úrskeiðis þegar frændmenni annarra eins manna og þeirra Kolbeins og Vondulyktarinnar færu saman í ferðalag.

Flugsaga Kolbeins Kolbeinssonar og Brynjars Vondulyktar er mönnum kunn og alræmd. Eitt sinn voru þeir félagar sendir vestur um haf af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í stjórnsýslulegum erindagjörðum; þeir áttu víst að funda, hvað sem það átti nú að þýða, með undirtyllum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ferðin sem slíkt tókst svo ljómandi vel að vélin var vart komin í loftið þegar Kolbeinn og Brynjar upphófu mjög háværan söng svo ekki heyrðist mannsins mál í farþegarýminu. Á söngskrá þeirra félaga voru þekktir slagarar eins og ,,Í daga skein sól", ,,Nú er frost á Fróni", ,,Tondeleijó" og eitthvað fleira í þeim dúr. Loks létu flugfreyjur og flugþjónar til skarar skríða gegn þessari ógnvænlegu sönglist og báðu þá félaga að láta af sönglist og þegja það sem eftir væri ferðarinnar. Þessari móðgandi bón svöruðu Kolbeinn og Vondalyktin að bragði með því að smeygja ósvífinni lúku upp undir pils flugfreyjunnar og klípa. Þá ætlaði flugþjónninn að sýna karlmennsku sína og bjarga samstarfskonunni úr klóm ofbeldismannanna, en Vondalyktin varð þá höndum fyrri og greip þéttingsfast um hreðjar flugþjóninum og snöri illilega upp á. 

Þegar opinbert erindi sendimanna ríkistjórnarflokkanna hafði snúist þannig upp í illskeytt kynferðisofbeldi og viðbúið að næst á efnisskrá ofbeldismannanna væri að nauðga bæði flugfreyjunni og flugþjóninum, sem og flugstjóranum. Því var það að flugstjórinn læsti sig inni í flugstjórnarklefanum og breytti stefnu vélarinnar og setti strikið beint á Bermúdaeyjar. Skipti heldur engum togum að sendisveinar stjórnvalda voru skildir eftir á Bermúda, öskrandi heitingar í garð flugstjórans og flugfélagsins. Á Bermúdaeyjum var lögreglan dauðhrædd við þessa óvæntu niðurhríminga, sem létu svo dólgslega eftir að búið var að velta þeim niður landganginn og flugvélin farin, að allt fas þeirra minnti mun fremur á grimmustu villudýr frumskógarins en mennska menn. Um kveldið sérstök flugvél íslensku ríkisstjórnarinnar á Bermúdaeyjum og flutti þá Kolbein og Brynjar í áfangastað í New York, þar sem þeir drukku með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þrjá sólarhringa samfleytt, átu með þeim á dýrustu veitingahúsum og fóru með þeim nokkrar reisur á hóruhús.   


mbl.is Vísað frá borði á leið frá Keflavík til Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband