Leita í fréttum mbl.is

Jegeravdelingen i Norges Blindeforbund með lásboga í Haukadalsá

KlaustriÞað verður víst að teljast heldur vafasamt uppátæki hjá hlutaðeigandi, að kalla til mannskap með lásboga frá norska blindrafélaginu ,,Jegeravdelingen i Norges Blindeforbund" til að skjóta forboðna eldislaxa í frægum íslenskum laxveiðiám. Enda er það mála sannast að norsku karlarnir með lásbogana skutu á flest annað en hálflamaða hálflaxa úr eldiskvíum norskra spekúlanta á Vestfjörðum. Ekki vantað að þessir nútíma víkingar spenntu bogana ótt og títt niðri í hyljunum, en því miður hittu þeir fátt annað en klappir og grjót, auk þess skjóta hverjir aðra í fætur; ekki færri tveir Norsarar voru dregnir upp úr Haukadalsá með ör í gegnum lærið.

Þegar við bættist að veiðiréttarhafar Haukadalsár uppgötvuðu að skytturnar voru allar sem ein undir áhrifum áfengis við veiðarnar féllust þeim svo rækilega höndur, að þeir gjörðust yfirbugaðir og lamaðir til líkama og sálar, því þeir sáu svo vel, að leikurinn var tapaður og norskir laxfiskar úr búrum voru í þann veginn að yfirtaka ána með glimmrandi sporðaköstum. Já, veiðiréttarhafarnir urðu svo úrræðalausir, að þeir höfðu ekki einusinni manndóm í sér til að ná í haglabyssu, sem þó var til staðar í einum jeppanum þerra, og hrekja bölvaða molbúana og dárana frá Norge burt úr Dölum vestur með háværri og gjallandi skothríð. Hræddur er ég um að Hvamm-Sturla og hans synir og sonarsynir hefðu ekki látið ótínda umrenninga komast upp með að skjóta laxana í héraði þeirra boga og örvum.

En þetta er auðvitað ekki einleikinn andskoti þetta eldisbrall og vesen inni á fjörðum landsins. Einusinni datt það í orðlagða dugnaðarforka, að hefja eldi á þorski. Trolarar komu með lifandi smáþorska í kerjum í land, sem síðan var steypt ofan í sjókvíar nær landi. Þetta kölluðu þeir áframeldi. En þá brá svo við, að þorskandskotarnir fóru að sleppa úr kvíunum, annað hvort stukku þeir upp úr þeim elligar boruðu gat á kvíarnar og höfðu sig á brott. Og eins og við manninn mælt ruku þorskarnir sem sluppu meira eða minna upp í nærliggjandi ár, og í sumum tilfellum fjærliggjandi, vinsælar veiðiár. Auðvitað blönduðust þorskfiskarnir löxum og silungum í ánum og útkoman voru hræðilegir krypplingar, sannkölluð óféti, bæði óæt og ljót; sá sporðfénaður er kallaður ,,hnúðlax" og er álíka heilnæmur til átu og loðsilungur. En mörg voðaleg dæmi eru til um ótímabær mannslát eftir neyslu á þessháttar fiski, um það geta menn fræðst betur í gömlum sem nýjum annálum. Staðan er sem sagt ekki aðeins grafalvarleg, hún er hættuleg og mannskæð.


mbl.is Kafararnir komnir á þurrt land: 6 eldislaxar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband