Leita í fréttum mbl.is

Í því ungdæmi vildi æskulýðurinn samræði frekar en samráð

ingÍ mínu ungdæmi vildi unga fólkið mikið frekar samræði en samráð. Samráð var í augum æskumanna í þá tíð skammarlegur hégómi, ef ekki hálf glæpsamleg þvæla fyrir náttúrulausa hlandsveina af framsóknarheimilum. Undantekningin frá reglunni var Kolbeinn Kolbeinsson framsóknarmaður og síðar á ævinni skrifstofustjóri. Hann sá manna og mannval, sem leiftraði af girndarbruna og var gjörsneyddur því fálmi sem samráð iðulega er.

Og frú Ingveldur, sem gerir sér kvenna best grein fyrir vanda unga fólksins í dag, sagði í blaðaviðtali í síðustu viku, að ungskríllinn væri sem óverdósaður af tölvuspennupervertisma og andsetnu náttúruleysi, sem tryggði að aldrei verði neitt úr slíkum Roðamaurum, hvorki í lengd eða bráð. Að vísu verður að taka fram, að heift frú Ingveldar í garð ungdómsins á Íslandi litast bersýnilega nokkuð af þeirri staðreynd að tveir fermingardrengir pissuðu báðir inn um stofugluggann, hver á fætur öðrum, hjá frú Ingveldi daginn áður en hún fór í blaðaviðtalið. Og það sem verra var: hún náði helvítis ormunum ekki þókt hún elti þá á harðaspretti um borg og bý í fullar þrjár klukkustundir. En Guð hjálpi þeim ef frú Ingveldur hefur upp á drengjunum, því þá má búast fólskulegu ofbeldi og afskiptum barnaverndarnefndar.

En svo við víkjum örlítið að samræðisfýsn unglinga og krakkaskratta í mínu ungdæmi, þá er það málefni sem best er að þegja yfir og reyna með öllum ráðum að afmá bæði í smáu og stóru. Enda mundi aunginn heilvita maður trúa þeim ósköpum. ,,Þetta vóru helvískir yrðlingar og rottur með heilkenni sem minnti á ýxna nautgripi í fjósi", sagði gömul kona á Elliheimilinu Storð í Guðmundargerði fyrir skömmu þegar hún minntist þess tíma þegar hún var ráðsett kennslukona í sínu sveitarfélagi á árunum kringum 1970.  ,,Og telpurnar, voru þær líka svona slæmar?", spurði fréttakvendið með hljóðnemann. ,,Slæmar?", svaraði sú gamla hneyksluð. ,,Þær voru verri; það var algengt að spurningastúlkur gengju um nærbuxnalausar um þær mundir og kveiktu lostabál með drengjaaumingjunum, sem urðu fyrir vikið flestir slordónar og drykkjurútar." Svo mælti hin aldurhnigna og fjölvísa kennslukona. 

 


mbl.is Unga fólkið vill frekara samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband