Leita í fréttum mbl.is

Bankastjóri Guðs og símritarinn í Svitvata.

Mikið finnst mér falleg sagan af endalokum herra Calvi bankastjóra Guðs. Ég get svarið að ég varð að þurka mér um augun eftir lestur hennar. Þessi hugnæma frásögn varð til þess að mér kom í hug saga sem Jósep nokkur Svejk sagði félögum sínum undir viðeigandi kringumstæðum. En þar sagði frá símstöðvarstjóranum Wagner, sem var hinn versti ódámur og kúgaði undirmenn sína svikalaust. Verstur var hann samt við Jungwirt og lauk svo að Jungwirt auminginn sá ekkert betra í stöðunni en að drekkja sér í fljótinu. En áður en han gerði það skrifaði hann stöðvarstjóranum bréf og sagðist ætla að ganga aftur og gera reimt í kringum hann á nóttinni. Nóttina eftir sat stöðvarstjórinn við ritsímaáhaldið. Allt í einu hringdu klukkurnar og stöðvarstjórinn tók á móti eftirfarandi skeyti: ,,Hvernig líður þér þorparinn þinn?" - Jungwirt. Þetta gerðist síðan á hverri nóttu í viku, og stöðvarstjórinn var farinn að senda svarskeyti til draugsins í allar áttir: ,, Fyrirgefðu mér Jungwirt." En nóttina eftir kom svohljóðandi svarskeyti: ,,Hengdu þig í stoðinni við brúna." - Jungwirt.

Og stöðvarstjórinn hlýddi. Seinna var símritarinn á stöðinni í Svitvata tekinn fastur út af þessu máli.  


mbl.is Meintir morðingjar „bankastjóra Guðs" sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband