Leita í fréttum mbl.is

Játning á banabeði.

Árum saman hafði þvagdaunn í stigaganginum valdið íbúum fjölbýlishússins ómældri raun og búsifjum. Hvernig sem skúrað var og skrúbbað upp úr öflugustu hreinlætisefnum, gaus óþefurinn á skammri stund upp aftur, stundum tvíelleftur og erti lyktarskyn fólks, súr og svakalegur. Fór og að lokum, að húsið fékk eigi staðist hlutverk sitt og urðu örlög þess, að stórvélaður vinnuflokkur á vegum borgaryfirvalda braut það í mola og keyrði í brott til urðunar. Íbúarnir, sem skömmu áður höfðu lagt á flótta, var komið fyrir út og suður, en fáeinir höfnuðu á vergangi. Áratugum síðar játaði Arinbjörn nokkur Kolbeinsson á banabeði, að hafa verið valdur að óláni hússins og óhamingju íbúanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband