Leita í fréttum mbl.is

Nýleg uppgötvun Vinstri grænna.

Ég held ég megi til með, að óska kunningjum mínum í VG til hamingju með að hafa uppgötvað, þó seint sé, að kvótakerfið sé gjaldþrota. Ég er þó ekki viss um að Steingrímur J. og Hjörleifur Gutt séu alveg sammála þessari fullyrðingu um gjaldþrotið, því þessar kempur voru síðast þegar ég vissi meðlimir í félagi kvótaaðdáenda.

Atli Gíslason, sem virðist hafa tekið að sér að vera talsmaður VG í sjávarútvegsmálum, virðist hafa tekið eftir að kvótakerfið er ekki vistvænt og er það gott. Ég veit nefnilega að innan VG hefur verið við lýði sú kynlega skoðun að kvótakerfið væri vistvænt og verndunarhlutverk þess hafið yfir allan vafa.

Að sögn Atla eru Vinstri-græn með tillögur að hliðaraðgerðum, svo sem að efla byggðastofnun, sérstakar aðgerðir gagnvart konum og efla sjávarpláss með því að færa hafrannsóknir til þeirra. Það sé ábyrgðaleysi að breyta kerfinu án úrræða og án þess að tilkynna á hliðarráðstafanir strax.

„Viðgerðir á húsum og vegum gagnast ekki konum. Það verður að efla símenntun, sem konur notfæra sé í miklum magni og að efla þjónustu við eldri borgara og skólana. Efla þarf tekjustofna sveitafélaga og veita sérstökum fjárframlög til þeirra sveitafélögum sem verst standa.“

Mikið óskaplega er þetta snakk í VG-Atla eitthvað innantómt og viðbrennt. Í þeim byggðarlögum sem orðið hafa fyrir búsifjum af völdum kvótakerfisins hefur skaðinn bitna jafnt á konum sem körlum. Ég fæ ekki séð af hverju viðgerðir á húsum og vegum gagnast ekki konum. Geta konur ekki starfað við vegagerð og húsaviðgerðir að mati VG? Eða koma landsbyggðarkonur ekki til með að nota viðkomandi vegi eða hús? Hvaða bölvað kjaftæði er þetta? Ég er handviss um, að ekki eitt einasta kvenfélag á landsbyggðinni myndi taka undir fílabeinsturnasjónarmið Græna Kvenfélagsins, VG-elítunnar, með Kolbrúnu Halldórs og Álfheiði Inga í fylkingarbrjósti. Hinsvegar skilst mér á orðum Atla, að VG sé verulega umhuga að troða konum í illa leiknum sjávarþorpum í ,,hefðbundin kvennastörf," svosem í þjónustu við eldri borgara og skólana, sem eru illa launuð af því að þau eru hefðbundin kvennastörf. 

Meiri vinstriflokkurinn þessi Vinstrihreyfing - grænt framboð! 


mbl.is VG: Kvótakerfið gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Skrifa undir þetta allt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.7.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband