Leita í fréttum mbl.is

Hann var margfalt hugrakkari í Kompásþættinum.

Nú eru menn farnir beita andlegu atgerfi sínu og hugmyndaflugi í þá veru, að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um niðurskurð á þorski beri vitni um óumræðilegt hugrekki ráðherrans; gott ef herra Haarde er ekki forsöngvari í þessum gáfulega halelúíakór. Þó var ráðherrann ekki að gera annað en honum var sagt að gera.

Hitt er þó mála sannast , að Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og ættarlaukur úr Bolungarvík, var margfalt hugrakkari fyrir fáeinum vikum síðan, þegar hann skrökvaði blákalt upp í opið geðið á þjóðinni í frægum Kompásþætti Stöðvar 2, að hann hefði bara aldrei heyrt nokkurn skapaðann hlut af stórfelldu kvótasvindli. Reyndar var ráðherragarmurinn ansi hreint stamandi og ánalegur í andlitinu þegar hann var að bera sig til við skrökið. En hugrakkur var hann, það verður ekki af barninu tekið.

 


mbl.is Einar K. Guðfinnsson:„ Gríðarleg vonbrigði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Hjartanlega sammála þér Jóhannes ég sé ekki alveg í hverju hugrekkið fellst, tók reyndar eftir einu jákvæðu það er að leggja sumar loðnuveiðarnar af, það gerir sennilega meira fyrir þorskin.

Svo tekst þeim væntanlega að koma einhverjum byggðarkvóta vestur til að bæta þeim missinn sem kemur svo til með að ílengjast þar og þá er búið að færa þeim aftur í hendurnar það sem þeir eru búnir að selja.

Róbert Tómasson, 6.7.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband