Leita í fréttum mbl.is

Þórður fiskistofustjóri og kjaftasögurnar.

Merkilegur maður þessi Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri. Alltaf er hann boðinn og búinn að bregðast til varnar gjafakvótakerfinu ef brottkast og kvótasvindl ber á góma í fjölmiðlum. Og auðvitað grípur þetta kerfisdýr til hefðbundinnar ósvífni og reynir bægja hættunni frá sér og þeim sem hann hefur tekið að sér að vernda með því að afgreiða brottkastið og kvótasvindlið sem kjaftasögur. Það má vel vera að fólk sem lítið eða ekkert hefur komið nálægt sjávarútvegi kaupi kjaftabullið í Þórði Ásgeirssyni fiskistofustjóra. Hinir sem til þekkja, gefa ekkert fyrir varnarviðbrögð þessa manns og vita sem er, að annaðhvort sé karlinn gjörsamlega úti á túni í starfi sínu eða hann leggi þann skilning í fiskistofustjórastarfið að það sé fyrst og fremst ætlað til að vernda hagsmuni sægreifaaðalsins og stórauðvaldsins. Og ansi er ég hræddur um að ýmsir þeirra sem starfað hafa og starfa enn sem veiðieftirlitsmenn hjá Fiskistofu séu lítt sammála því sem fram kemur hjá yfirmanni þeirra í þessari frétt. 
mbl.is Kvótasvindlið alltaf kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikill hugsuður Bjarni Hafþór blaðafulltrúi gjafakvótaþega Norðurlands. Það er vægast sagt afar lágkúrulegt, að afgreiða alla þá sem eitthvað hafa við kvótakerfið að athuga sem öfundsjúka einstaklinga. En menn grípa iðulega til ýmissa óyndisúrræða þegar til stendur að afvegaleiða umræðu, sem í þessu tilfelli snertir hóp auðvaldspésa sem hafa í óða önn starfað við að sölsa undir sig, til einkaafnota, langstærstu auðlind þjóðarinnar. Auðlind sem hefur frá alda öðli verið sameign þjóðarinnar.

Satt að segja held ég að gagnrýnin á kvótakerfið sé af mjög litlum hluta knúin áfram af öfundsýki og ég bið fólk um að rugla ekki saman öfund og réttlætiskennd, það eru tveir óskyldir hlutir.

Jóhannes Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband