Leita í fréttum mbl.is

Hundspottið sem lýðurinn gerði að leiðtoga lífs síns.

Í vöggu skotraði hann augum lymskulega í kringum sig eins og hann hefði eitthvað ekki gott í huga - enda hafði hann ekkert gott í huga. Þegar hann komst upp úr körfunni, fór hann strax að huga að eignum annarra; og fróðleik til margs nýtilegann í eiginhagsmunaskyni nam hann fyrirstöðulaust í æsku. Upp úr því hóf hann að stunda gripdeildir og samsæri á skipulegan hátt. Ofbeldi var honum ekki fjarri og það innti hann af hendi á faglegan máta. Það var farið að kalla hann ,,skrúfstykkið" því hann sleppti engu sem hann á annað borð kom höndum á. Svo fór fólk umvörpum að líta upp til hans og óttablandin virðing lá í loftinu hvar sem hann fór. Hann tók fyrirfram margtryggt sæti á framboðslista Flokksins með því skilyrði að hann yrði mikill ráðherra að kosningum loknum. Framganga hans á stjórnmálasviðinu fór öll fram á gráu svæði landráða og föðurlandssvika og liðtækastur allra var hann í árásum á þá sem minnst tök höfðu á að bera hönd fyrir höfuð sér; af þeim sökum urðu kosningasjóðir hans og Flokksins digrir. Á meðað ógæfusamir ræningjar og misyndismenn mátu sæta að sitja bak við lás og slá, gekk hann um veislusali meðal sér samboðinna höfðingja. Hann var hundspottið sem lýðurinn gerði að leiðtoga lífs síns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband