Leita í fréttum mbl.is

Helgistund í musterinu.

Í musteri Guðs voru samankomnar útvaldar heiðurspersónur. Þetta var lokuð helgistund og allir ljómuðu af gleði og guðfýsi. Þegar síra Baldvin leit yfir hópinn, sem hafði raðað sér framan við altarið, kom ósjálfrátt upp í huga hans sálmurinn sem byrjar svona: ,,Sitji Guðs englar saman í hring". Að vísu datt honum líka í hug sauðpeningur á jötu, en hann sjálfur væri Góði Hirðirinn og væri að gefa á garðann. Síra Baldvin forlyftist í andanum við þessa uppörfandi sjón og lyfti höndum yfir hjörðina og kvakaði: -Náð Drotins sé með oss öllum! Drotin gefi að vér ávötum vorn höfuðstól og hin ósýnilega hönd Markaðarins beini náð sinni í vora farvegi. Megi fyrirtæki vor aukast af umsvifum og arði og Drotin haldi öllum kosnaðaraukum í skefjum og blessi oss, þessa hans velþénandi verkamenn í hans blessaða víngarði. Þegar helgistundinni var lokið og heiðurspersónurnar komnar út úr musterinu, litu þær hverjar á aðrar og sögðu allar í kór: -Mikill snilldaröðlingur er hann síra Baldvin, hann mun verða byskub.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband