Leita í fréttum mbl.is

Talíbanahreyfingin á Íslandi.

Það er fremur óskemmtilegt frá því að segja, að við Íslendingar erum ekki svo lánsamir að vera lausir við þann leiðindaþjóðflokk talíbana. Sem betur fer eru íslenskir talíbanar fámennir, en því miður kemur þar á móti að þeir eru afar valdamikilir. Eins og allr vita, hófst talíbanahreyfingn á Íslandi til vegs með setningu hinna alræmdu laga um kvóta í sjávarútvegi frá 1984. Síðan þá hafa talíbanasamtökin þróast hratt í trúarlegan farveg og er nú svo komið, að þetta forkostulega talíbanagengi veit hvorki handa sinna skil né sitt rjúkandi ráð fyrir trúarofstæki, ofsagræðgi og kvótafíkn. Það sér hvert mannsbarn, að það er ótækt að búa við ofstopa slíkra öfgasamtaka til langframa og hreint undarlegt að vér Íslendingar, sem komnir erum af víkingum og görpum bæði í karl- og kvenlegg, skulum ekki fyrir löngu vera búnir að afsegja þennan þrifafénað.

Í Afganistan var talíbönum steypt af stóli og þeir reknir til fjalla. Því skyldum vér Íslendingar ekki gera slíkt hið sama?   


mbl.is Háttsettur talibani í Pakistan sprengdi sjálfan sig í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég skal hjálpa þér ef þú lánar mér hest og fjárhund.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.7.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það þarf nú aldeilis knáa gæðinga og grimma rakka til að reka umrædda talíbana á fjöll því þeir eru viðskotaillir og erfiðir viðfangs.

Jóhannes Ragnarsson, 24.7.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband