Leita í fréttum mbl.is

Kalýsan og frú Ingveldur.

Þegar Kolbeinn fór sínum slóttugu höndum um frú Ingveldi datt honum einlægt, af einhverri dularfullri ástæðu, orðið ,,kalýsa" í hug. Að sjálfsögðu hvarflaði ekki að honum, að nefna þennan hugarkvilla á nafn við frú Ingveldi, því þá hefði hann haft verra af. Þetta með kalýsuna og Ingveldi þótti Kolbeini í meira lagi undarlegt, því eina raunverulega minning hans um kalýsu var þegar hann endur fyrir löngu tók þátt í að landa fiski upp úr ryðbrunnum síðutogara í Reykjavíkurhöfn. Hann hafði staðið í steisnum og mokað agnarsmárri ýsu með hvísl upp í stórt löndunarmál þegar grútskítugur róni, sem dreginn hafði verið upp úr strætinu og ofan í lest, öskraði að honum: -Reyndu að halda áfram að moka upp kalýsunni helvítis slæpinginn þinn!!! En hvernig þetta allt tengdist saman í huga hans, skítugi róninn, kalýsan og frú Ingveldur var Kolbeni gjörsamlega hulið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband