Leita í fréttum mbl.is

Borgarastéttin hefur ...

Borgarastéttin hefur saurgað sérhverja íþrótt, er menn hafa til þessa litið guðhræddri lotningu. Hún hefur gert lækninn og lögfræðinginn, klerknn, skáldið og vísindamanninn að launuðum verkamönnum sínum.

Borgarastéttn hefur rænt fjölskyldulífið sínum blíða ástúðarblæ og gert það að einskæru fjármálasambandi.

Borgarastéttin hefur sýnt, hvernig ruddaleg orka, sem afturhaldið rómar sem mest í fari miðaldanna, hlaut mátulega uppjöfnun í linjulegasta letilífi. Borgarastéttin varð fyrst til þess að sýna, hverju atorka mannanna fær afrekað. Hún hefur gert allt önnur og meiri furðuverk en egypska pýramída, rómverskar vatnsleiðslur og gotneskar dómkirkjur. Hún hefur lagt upp í ólíkt lengri ferðir en þjóðflutninga og krossfarir.

Borgarastéttin getur ekki lifað nema hún gerbreyti framleiðslutækjunum án afláts, þess vegna breytir hún jafnframt framleiðsluháttunum, og um leið breytir hún öllum högum og háttum mannfélagsins ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú getur samt alltaf huggað við það að einhvers staðar er enn hægt að fá handprjónaðar lopapeysur á 20 þús í stað þessa ódýra flíspeysuefnis á 2000 kr sem gerir sama gagn við flestar aðstæður en er framleitt af Kínverjum í skítugri verksmiðju.

Geir Ágústsson, 24.7.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband