Leita í fréttum mbl.is

Kapítalisminn í verki.

Svona er nú blessaður kapítalisminn í verki, enda er kapítalisminn fyrst og fremst grundvallaður á lághvötum mannskeppnunnar, eins og til dæmis græðgi, eigingirni og sjálfselsku. Í þessu ljósi er fróðlegt til þess að vita, að á Íslandi er starfræktur trúarsöfnuður, sá næst stærsti á landinu, sem helgaður er kapítalismanum, en þar á ég að sjálfsögðu við Sjálfstæðisflokkinn, sjálft höfuðvígi Mammons á Íslandi. Þessi merkilegi trúflokku hefur bundið svo um hnútanna að nú um stundir siglir allt hraðbyri hjá okkur í átt til æ meiri samþjöppunar peninga og valds á kostnað lýðræðis og valddreifingar.

Það var því vel viðeigandi að ríkisrekna frjálshyggjuskáldið Hannes H. Gissurarson stæði fyrir kapítalískri vakningarguðþjónustu í Þjóðminjasafninu í gær þar sem Geir Haardi, ásamt erlendum mammonsþjónum, vitnuðu í belg og biðu um skattalækkanir. En allir vita á hvaða nótum skattalækkanir þessa hvimleiða söfnuðar eru, þ.e. allar í þágu atvinnurekendavaldsins og annarra arðræningja.

 


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband