Leita í fréttum mbl.is

Dró úr tennur með naglbíti.

Arinbirni stóð ekki á sama um ástleitni frú Ingveldar, þrátt fyrir að ann væri mígandi- dauðadrukkinn. Og þegar hún fór um hann höndum og staldraði við á vissum stöðum varð hann blátt áfram skelkaður, en fékk við fátt ráðið í fyrstu. Svo tókst honum að aungla saman kjarki og sannfæringu til að afþakka blíðulæti Ingveldar. En rétt í þeim svifum, að hann er að komast undan allri þessari ófyrirunnu ást, kemur Kolbeinn þar að og leggur samstundis allt út á versta veg og fremur á þeim Arinbirni og Ingveldi grimmúðlegt ofbeldi. Þegar Arinbjörn komst af gjörgæsludeildinni hringdi hann í Kolbein og vildi friðmælast við hann og leiðrétta meinlegan misskilning. Þetta hefði Arinbjörn betur látið ógert, því Kolbeinn brást ókvæða við, gjörði Arinbirni heimsókn á sjúkrahúsið og dró úr honum allar tönnurnar með naglbíti sem hann hafði meðferðis. Eftir þetta ákvað Arinbjörn að ónáða Kolbein ekki framar eða troða honum um tær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband