Leita í fréttum mbl.is

Það ber að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp.

Þessi frétt bendir ótvírætt til þess, að auðvaldið sé á fullu við að undirbúa sig í að hremma orkufyrirtæki landsmanna. Stjórnmálaarmur auðvaldisins, Sjálfstæðisflokkurinn, telur eflaust að leiðin til að ræna orkufyrirtækjunum sé greið, þannig að umsvif peningaflanna á þessi sviði ætti svo sem ekki að koma á óvart. Og ekki er að sjá að hin nýja eign Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingin, sé nokkur Þrándur í Götu einkavirkjunaráforma frjálshyggju- og peningalýðsins, nema síður sé - eða hvað?

Það skynsamlegast í stöðunni nú væri að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp og banna starfsemi hans með lögum. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega ekki neinn venjulegur stjórnmálaflokkur í venjulegum skilningi, heldur hagsmunatæki spilltrar atvinnurekendaklíku og forhertra fjármagnsafla.


mbl.is Geysir Green kaupir Jarðboranir á 14,3 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Tek svo sannarlega undir þetta hjá þér Jóhannes þetta með íhaldið. Þessu meir undrar mann á hvað er í gangi miðað við t.d. skoðanakönnun sem sýnir 45%  fylgi þeirra í dag. Hefurðu einhverja skoðun á því Jóhannes?

Þorkell Sigurjónsson, 1.8.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Hver ætlar að taka verkefnið að sér og hvað mun slíkur aðili heita á eftir?

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 1.8.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi fjárhæð er um 8% af þeim miklu fjármunum sem fóru beint út í hagkerfið á dögunum þegar stærsti hluthafinn í Actavis keypti út nánast alla aðra hluthafa út. Þá snarhækkaði markaðsverð fjölmargra fyrirtækja en lækkaði aftur þegar fjárfestar voru að finna út í hvaða fyrirtækjum hagkvæmast væri að fjárfesta.

Að þessu sinni er hluti hlutafjár greitt með hlutabréfum þannig að um millifærslu fjármuna er um að ræða. Afgangurinn 11 milljarðar fer væntanlega í að fjárfesta í fyrirtækjum með vanmetnum eignum eða þar sem koma má auðveldlega að hagræðingu í rekstri.

Mosa finnst sumir vera nokkuð orðhvatir um efni sem þeir virðast ekki hafa kynnt sér nægjanlega vel. Alla vega er nauðsynlegt að setja fram einhver haldbær rök fyrir fullyrðingum sem því miður verða stundum að teljast nokkuð  vafasamar. 

Mosi

alias

Guðjón Sigþór Jensson, 2.8.2007 kl. 01:44

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er engin leið, Þorkell, að útskýra hvernig á því stendur, að Íhaldið skuli ævinlega fá 40-45% fylgi í skoðannakönnunum. Sumir hlutir eru svo absúrd, að þeir eru óútskýranlegir.

Aftur á móti er Mosalingurinn heldur betur úti að skíta í sínum málalengingum. Fyrir honum er gróðabrall og arðrán eðlilegt framferði, sem sýnir svo ekki verður um villst hvar á vegi hann er staddur.

Jóhannes Ragnarsson, 5.8.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband