Leita í fréttum mbl.is

Gott hjónaband.

Þegar hún lyngdi aftur svínsglyrnunum varð honum órótt, því hann skynjaði ofur vel hvað í vændum var og til hans friðar heyrði. Og þegar hann fann skugga hennar steypast yfir sig, bað hann til Drottins Guðs síns á sama hátt og hinn dauðadæmdi gerir á höggstokknum. Svo reið þetta yfir hann eins og kolgrár brotsjór, og hann skynjaði sig sem viljalaust verkfæri í úthafsfárviðri og byl. Þegar slotaði og hann komst aftur til sjálfs sín, fannst honum hann vera flakaður og fláður, þæfður og mulinn. Útundan sér sá hann svo þetta ofboð liggjandi eins og dauðan hval. Og hann velti sér frammúr og skreið fram í stofu. Með þessu áframhaldi mundi hann varla þurfa að kvíða því að kemba hærurnar - en hann átti ekki undankomu auðið, úr því sem komið var. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband