Leita í fréttum mbl.is

Hugsjónabálið slökkt.

Gamla Framsóknarkempan sá í gegnum skrárgatið, hvar sonur hans, þessi ósvífni taðgöltur, henti síðasta tölublaðinu af Tímanaum, málgagni Framsóknarflokksins, til hliðar við klósettskálina og meig yfir það. Síðan slæmdi ódrátturinn annarri löppinni frekjulega í niðurlægt og hjálparvana blaðið og klessti það hlandsósa út í vegg. Gamli maðurinn, sem ekki gat horft upp á meiri helgispjöll, staulaðist fram í stofu og lét sig líða eins og slytti oní hægindastólinn sem Framsóknarfélagið hafði gefið honum þegar hann varð sjötugur. Hann titraði svo mikið, að hann gat ekki með nokkru móti opnað tóbaksdósina sína. Þegar sonurinn kom fram að loknum salernisathöfnum sínum lék ísmeygilegt glott m varir hans. - Jæja pápi minn, sagði hann ofur blíðlega, - þá er nú víst loksins búið að slökkva hugsjónabálið. En betra er seint en aldrei, eða er það ekki pápi minn? Að svo mæltu fór sonurinn leiðar sinnar til að gæta að heilsu hlutabréfa sinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hvað var karlskröggurinn að kíkja á skráargatið?

Brynja Hjaltadóttir, 5.8.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er verðugt rannsóknarefni fyir atferlisfræðinga, að grenslast fyrir um hvað það er sem rekur afgamlan karl til að gægjast á skráargatið hjá syni sínum. Svoleiðis háttarlag lítur að minnsta kosti ekki vel út. 

Jóhannes Ragnarsson, 5.8.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband