Leita í fréttum mbl.is

Jafnréttismál karla og kvenna á skynsemisgrundvöll, takk.

Merkileg frétt atarna og skýst reyndar, að mínu mati, eins og skrattinn úr sauðarleggnum fram á sjónarsviðið. Ekki það að mér hafi ekki flogið í hug, að upp kynnu að rísa einhver karlréttindasamtök til mótvægis við hina kostulegu fémínístaumræðu sem geysað hefur hin síðari ár og komið hefur mörgum til að velta vöngum og jafnvel skella upp úr á köflum. Satt að segja hefur mér stundum fundist á umræðunni, að karlar og konur væru tvær aðskildar dýrategundir, þó af spendýrastofni. Herskáar fémínístakvinnur, með Atla Gíslason lögmann í eftirdragi, hafa látið að því liggja, að best færi á að úthýsa karlkyninu alfarið úr mannlegu samfélagi þar eð það óþverrakyn hefði með sér leynisamtök, einhverskonar mafíu, sem hefði þann starfa að halda konum niðri á öllum sviðum, ekki síst þegar kæmi að stöðuveitingum sem heyra yfirstéttinni til. Auk þess eru fémínístafrömuðir mjög á því að karlpeningurinn sé til hópa menningarsnauður, ofbeldisfullur, nauðgunargjarn, tillitslaus og sálarlaus. Þá hafa blessaðir fémínítarnir gert sér hægt um vik og sölsað undir sig orðið ,,jafnrétti", þrengt merkingu þess til muna, þannig að í þeirra munni þýðir orðið ,,jafnrétti" aðeins ,,jafnrétti milli kynja" og ekkert umfram það.

Mín bjargfasta skoðun á margumræddri kynjaumræðu er, að hún fari fram á skynsemisgrundvelli þar sem gengið er út frá því, að karlar og konur séu sama dýrategundin og að einstefnupólitík annars kynsins sé kanske ekki jafn þörf og æstir yfirstéttarfémínístar hafa látið í veðri vaka.

 


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Bull, bull,bull.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.8.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson


Laust við allt bull - skynsamar hugleiðingar.

kv Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 7.8.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband