Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgir strengjasveinar kvótaauðvaldsins.

Það er hreint með endemum hvað varðhundasveit kvótakerfisins í sjávarútvegi getur dottið í hug í viðleitni sinni til að hvítþvo aðfarirnar sem viðgengist hafa í Íslenskum sjávarútvegi síðasta aldafjórðuniginn, ránsskapinn, ránykrjuna, brottkastið og eyðibyggðastefnuna. Það var því ekki laust við að maður fengi óbragð í munninn og velgju, þegar fjórir strengjasveinar kvótaauðvaldsins birtust útbelgdir og með skítaglott á vör á sjónvarpsskjám landsmanna í kvöld, með penna að vopni og kváðust vera að skrifa uppá, sem ábyrgir menn, fyrir hönd þjóðarinnar, plagg þar sem þeir væru að bregast við auknum kröfum á erlendum fiskmörkuðum um staðfestingu þess að nýting íslenskra fiskistofna sé með ábyrgum hætti og í samræmi við afrakstursgetu þeirra.

Ja, þvílíkt og annað eins ...

... og ekki nema nokkrar vikur síðan tveir af þessum þokkapiltum urðu sér til skammar og háðungar í frægum Kompásþætti á Stöð 2, sem fjallaði um það sem hefur raunverulega verið að gerast í útgerðarbransanum frá því auðvaldið ákvað að hrifsa fiskveiðiauðlindina af alþýðunni á Íslandi. Þá vafðist þeim tunga um tönn og sveittir og stamandi stömuðu þeir út úr sér, að þeir vissu bara ekki um neitt misjafnt sem tengdist kvótakerfinu. Og ekki hafa þeir lært mikið síðan þeir voru kompásaðir, þeir Einar Kr. Guðfinnsson og Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri. En eins og menn vita þjónar Fiskistofa hlutverki hvítþvottastofnunar kvótakerfisins.


mbl.is Umhverfislýsing fyrir íslenskar fiskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður jói. Sammála hverju orði hjá þér að venju.

Níels A. Ársælsson., 7.8.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já ég er sammála Níels, þetta hefði vart verið betur orðað í stuttu máli...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Glæpamenn hafa oft tilhneigingu til að hreykja sér af verkum sínum.Kompásþátturinn var gerður að frumkvæði slíkra manna.Einginn þarf að efast um að þeir munu halda áfram glæpaverkum sínum, ef þeir fá tækifæri til.Sem betur fer þá virðast þeir flestir vera á þurru landi núna, en auvitað þarf að ganga þannig frá löggjöf varðandi brot á lögum um stjórnun fiskveiða að glæpamennirnir geti ekki stöðugt byrjað aftur.

Sigurgeir Jónsson, 8.8.2007 kl. 12:31

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er auðséð hverra þjónn og kjaftatík Sigurgeir þessi Jónsson er.

Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2007 kl. 12:35

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það leynir sér ekki Jóhannes.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.8.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband