Leita í fréttum mbl.is

Feilspor Ingveldar.

Frú Ingveldur, sem að öllu jöfnu er afar vönd að virðingu sinni, lenti eitt sinn í þeim hremmingum, eftir að hafa tekið þátt í dálítilli jólaglöggveislu á vinnustað sínum, að vakna upp í framandi skítugri herbergiskompu með viðbjóðslegan, hrjótandi róna við hliðina á sér. Hvernig sem á því stóð, þá fann frú Ingveldur ekki nema um það bil helming fata sinna og varð að neyðast til að stela frakka rónans til að hylja það sem upp á vantaði af nekt hennar. Þegar hún kom heim, var Kolbeinn sem betur fer sofnaður fram á eldhúsborðið frá því að bíða eftir henni. Frú Ingveldur gat því klætt sig uppá að nýju, troðið frakka rónans í ruslatunnuna og keypt þrjár flöskur af vodka á svörtu af leigubílstjóra. Flöskunum stillti hún upp á eldhúsborið fyrir framan sofandi andlit Kolbeins, því hún vissi að þegar hann vaknaði og kæmi auga á flöskunar yrði hann svo hrifinn, að hann gleymdi öllum grunsemdum og þar með væri þetta leiðindaspor hennar úr sögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mikil og snjöll kona frú Ingveldur. En þær eru margar Ingveldirnar á sveimi í næturhúminu Jói.

Níels A. Ársælsson., 8.8.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband