Leita í fréttum mbl.is

Beiðni um innilega fyrirgefningu.

Að þessu sinni vil ég biðja lesendur bloggsíðu minnar innilegrar fyrirgefningar á, að hafa skrifað stafkrók á bloggið í líklega eina fimm daga. Mér til afsökunnar hef ég harðla fátt, nema ef til vill tölvuleysi, en þær tvær tölvur sem ég hef yfir að ráða voru bilaðar og er önnur þeirra meira að segja biluð enn. En þetta er auðvitað snautleg afsökun og ekki til annars en að hlægja að.

Ég geri mér grein fyrir, að þessi bloggþurrð hefur komið illa við lesendur mína, sem hafa sumir hverjir brugðist við með því að hringja í mig með óbótaskömmum og beðið mig aldrei þrífast. Einn hringdi í mig í fyrrinótt, viti sínu fjær og hafði í hótunum. Reyndar gekk mér ekki sem best að heyra orðaskil, svo mikið óð á manninum. Um síðir skildist mér þó, að þessi fantur vað ekki að skamma mig fyrir að hafa ekki skrifað einn einasta staf í nokkra daga, heldur fyrir að skrifa það sem ég hef skrifað. Þegar betur vað að gáð, gerði ég mér grein fyrir, að þessi vanstillti herra var bara pöddufullur kvótakerfissinni, einn af þessum sem kunnur er fyrir að gera endrum og sinnum bragð úr ellefta boðorðinu og braska soldið með kvóta og brjóta fiskveiðistjórnunarlögin duggunarlítið þegar hann heldur að enginn sjái til.

En nú tölvuheilsa á mikilli uppleið á heimili mínu, þannig að mér er ekkert að vanbúnaði, að halda áfram þar sem frá var horfið á bloggvellinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Afsökunarbeiðni tekin til greina..

Brynja Hjaltadóttir, 13.8.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband